VIÐURKENNING FYRIR BESTA B.A. VERKEFNIÐ Í TÓMSTUNDA- OG FÉLAGSMÁLAFRÆÐI

Fréttir, Uncategorized
Hrafnhildur Stella Sigurðardóttir hlaut viðurkenningu fyrir bestu B.A. ritgerð í tómstunda- og félagsmálafræðum árið 2010. Verkefni Hrafnhildar ber nafnið „Tómstundir og stóriðja“. Verðlaun þessi eru veitt í fyrsta sinn. Verðlaunin veita Félag æskulýðs- íþrótta- og tómstundafulltrúa FÍÆT og Félag fagfólks í frítímaþjónustu FFF. Formaður dómnefndar var Eygló Rúnarsdóttir fyrir hönd FFF. Aðrir í dómnefnd voru Gísli Árni Eggertsson tilnefndur af FÍÆT og Árni Guðmundsson af hálfu Tómstunda- og félagsmálfræðibrautar menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Umsögn dómnefndar: Tómstundir og stóriðja Lokaverkefni Hrafnhildar Stellu Sigurðardóttur, lagt fram til fullnaðar B.A.–gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið. Rannsóknarspurningin sem höfundur leggur upp með er: „Á hvern hátt hefur stóriðja áhrif á skipulagðar tómstundir íbúa í litlu sveitarfélagi á landsbyggðinni?“ Í ágripi í upphafi ritgerðarinnar gerir höfundur grein fyrir verkefninu en þar segir: „Í…
Read More

NÝ STJÓRN

Fréttir, Uncategorized
Stjórnarskipti í kjölfar aðalfundar Á aðalfundi Félags fagfólks í frítímaþjónustu sem fram fór föstudaginn 28. maí sl. á Kringlukránni í Reykjavík var kjörinn nýr formaður félagsins og fulltrúar í stjórn. Elísabet Pétursdóttir er formaður félagsins. Andri Ómarsson og Einar Þórhallsson sitja áfram í stjórn enda kosnir til tveggja ára á aðalfundi félagsins 2009. Nýir fulltrúar í stjórn eru Helgi Jónsson og Guðrún Björk Freysteinsdóttir. Varastjórn félagsins skipa Heiðrún Janusardóttir og Hulda Valdís Valdimarsdóttir.
Read More

AÐALFUNDUR FÉLAGS FAGFÓLKS Í FRÍTÍMAÞJÓNUSTU

Fréttir, Uncategorized
Haldinn 28. maí í Reykjavík Aðalfundur félagsins verður haldinn föstudaginn 28. maí nk. kl. 16:30 á Kringlukránni í Reykjavík. Á dagskrá fundarsins eru venjuleg aðalfundarstörf eins og lög félagsins gera ráð fyrir. Dagskrá aðalfundar: -         Skýrsla stjórnar -         Skýrslur hópa og nefnda -         Reikningar félagsins -         Starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta árs -         Árgjald -         Lagabreytingar og skipulag -         Kosning stjórnar og varamanna -         Kosning skoðunarmanna reikninga -         Önnur mál Stjórn félagsins vekur sérstaka athygli á kosningu í stjórn félagsins en fyrirséð er að nokkrir fulltrúar sem nú sitja í stjórn félagsins munu ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Samkvæmt lögum félagsins þurfa lagabreytingatillögur að hafa borist stjórn félagsins þremur vikum fyrir aðalfund, þ.e. eigi síðar en 7. maí. Tillögur að lagabreytingum sem berast verða sendar félagsmönnum til kynningar…
Read More

ÁSKORUN NEMENDA OG KENNARA VIÐ TÓMSTUNDA-OG FÉLAGSMÁLAFRÆÐI HÍ

Fréttir, Uncategorized
Nemendur og kennarar í Tómstunda-og félagsmálafræði við Háskóla Íslands sendu í gær frá sér áskorun til sveitarfélaga um að standa vörð um tómstunda-og félagsstarf hjá sveitarfélögum. Áskorunin var send á félagsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra, menntamálaráðherra, Umboðsmann barna, alþingismenn, eftirlitsnefnd sveitarfélaga og fjölmiðla. Við undirrituð nemendur í grun- og framhaldsnámi og kennarar við Tómstunda- og félagsmálafræðibraut á Menntavísindasviði Háskóla Íslands skora á sveitarstjórnir að standa vörð um tómstunda og félagsstarf í sveitarfélögum á núverandi umbrota- og óvissutímum og tryggja um leið jöfn tækifæri til þátttöku í fjölbreyttu, faglegu frítíma- og tómstundastarfi. Undirrituð hafa áhyggjur af uppsögnum starfsfólks í þessum mikilvæga málaflokki víða um land. Samanber nýlega uppsögn íþrótta- og tómstundafulltrúa í Sveitarfélaginu Álftanesi. Innlendar og erlendar rannsóknir sýna að þátttaka í skipulögðu félags- og tómstundastarfi undir handleiðslu hæfra leiðbeinenda dregur úr líkum á…
Read More

FYRIRHUGAÐUR NIÐURSKURÐUR Í FÉLAGS- OG TÓMSTUNDASTARFI Á ÁLFTANESI

Fréttir, Uncategorized
Fagfélagið ítrekar áskorun sína til sveitarfélagsins og eftirlitsnefndarinnar Félag fagfólks í frítímaþjónustu hefur sent sveitarfélaginu Álftanesi og eftirlitsnefnd sveitarfélaga ítreknun á áskorun félagsins sem send var öllum sveitarfélögum í ágúst síðastliðnum. Tilefnið eru fréttir um vanda sveitarfélagsins og fyrirhugaðan niðurskurð í félags-og tómstundastarfi og uppsagnir á starfsfólki.
Read More

ÞÉTTBÝLISLIST TIL UMFJÖLLUNAR Á HÁDEGISVERÐARFUNDI

Fréttir, Uncategorized
Á hádegisverðarfundi Félags fagfólks í frítímaþjónustu föstudaginn 26. febrúar sl. fjallaði Marlon Lee Úlfur Pollock um þéttbýlislist sem jafnframt hefur gengið undir nafninu urban culture eða jaðarmenning manna á milli á Íslandi. Marlon kynnti fyrir fundargestum helstu strauma og stefnur, ólíka miðla s.s. rapp og break, en meginumfjöllunarefnið var graffiti eða veggjalist. Hann leiddi fundargesti í gegnum mismunandi gerðir verka og eins viðhorf unglinga til þessa forms sem og þá árekstra sem orðið hafa milli borgaryfirvalda annars vegar og hópa sem hafa notað þessa leið í sinni menningarsköpun. Fundargestir voru ánægðir með innsýn í heim þéttbýlismenningar og góðar umræður voru í lok fundarins.
Read More

TÍMINN EFTIR SKÓLANN SKIPTIR LÍKA MÁLI

Fréttir, Uncategorized
Á ráðstefnu um íslenskar æskulýðsrannsóknir 5. nóvember síðastliðinn flutti Amalía Björnsdóttir, dósent í aðferðafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, áhugavert erindi um tómstundir og frítíma nemenda í 1., 3., 6. og 9. bekk grunnskóla. Í Netlu - veftímariti um uppeldi og menntun - er að finna ritrýnda grein eftir Amalíu, Baldur Kristjánsson og Börk Hansen um rannsókn sem þau gerðu skólaárið 2007–2008. Meirihluti barnanna sem svaraði spurningalista tók þátt í skipulögðum tómstundum og mikill meirihluti foreldra taldi mikilvægt að börn þeirra tækju þátt í slíku starfi. Ekki var munur á íþróttaiðkun eftir kyni en stúlkur voru líklegri til að vera í listnámi. Í frístundum sínum horfðu drengir meira á sjónvarp en stúlkur í öllum bekkjum nema 3. bekk. Tengsl fundust milli sjónvarpsáhorfs og menntunar; lengri menntun foreldra tengdist minna áhorfi hjá…
Read More

FRÍTÍMI FYRIR ALLA – HÚS FRÍTÍMANS Á SAUÐÁRKRÓKI

Fréttir, Uncategorized
Vel heppnaður hádegisverðarfundur Fyrsti hádegisverðarfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu á árinu fór fram í hádeginu í dag, föstudaginn 22. janúar á Manni lifandi í Borgartúni í Reykjavík. Þau Ivano Tasin, forstöðumaður Húss frítímans og María Björk Ingvadóttir, Frístundastjóri í Skagafirði, kynntu starfsemi Húss frítímans þar sem ný sýn á forvarnir, frístundastarf og samveru allra aldurshópa eru meginstoðir. Hús frítímans er tæplega ársgamalt.Fundurinn markaði tímamót en í fyrsta skipti í sögu félagsins var stuðst við fjarfundarform með tilstilli SKYPE. Þau Ivano og María fluttu því erindi sit tog svöruðu spurningum fundargesta frá Sauðárkróki og buðu upp á skoðunarferð um Hús frítímans með aðstoð vefmyndavélar. Í framtíðinni mun félagið skoða frekari leiðir til að virkja félagsmenn um land allt í starfsemi félagsins og efla þar með möguleika á þróun og umræðu um…
Read More

GÓÐUR HÁDEGISVERÐARFUNDUR UM STÖÐU FRÍSTUNDAÞJÓNUSTU

Fréttir, Uncategorized
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, var gestur á fyrsta hádegisverðarfundi FFF þetta haustið föstudaginn 20. nóvember. Til fundarins mættu rúmlega 20 manns. Halldór sagði að staða sveitarfélaga væri mikið breytt eftir hrun. Markmiðið væri þó að grunnþjónusta skerðist ekki. Hvað grunnþjónusta er hefur hinsvegar verið ágreiningsefni og því var Guðjón Bragason, lögfræðingur, fenginn til þess að leiða vinnu starfshóps á vegum SÍS sem skilgreindi grunnþjónustu sveitarfélaga. Sitt sýnist hverjum eins og áður segir en úr varð viðmiðunarplagg. Grunnþjónusta er fyrst og fremst það sem er lögbundið, s.s. grunnskóli og félagsþjónusta. Leikskólar eru í plagginu flokkaðir sem grunnþjónusta þó leikskólastigið sé ekki lögbundið. Tónlistarskóli og frístundastarf er ekki grunnþjónusta. “Samkvæmt IX. kafla félagsþjónustulaganna skulu sveitarfélög sjá til þess að það sé skipulagt forvarnastarf í unglingamálum. Félagsmálanefnd á að sjá um…
Read More

ÁHYGGJUR AF ORKUDRYKKJANOTKUN BARNA OG UNGLINGA

Fréttir, Uncategorized
Fagfólk í frítímaþjónustu virkt í umræðunni Töluverð umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum síðustu daga og vikur um neyslu barna og unglinga á orkudrykkjum, einkum í félags- og tómstundastarfi. Þeir sem starfa á vettvangi frítímans og hafa forvarnir sem einn af meginþáttum í sínu starfi hafa verið áberandi í þeirri umræðu. Í 3. tölublaði Neytendablaðsins árið 2009 er fjallað um málið þar sem m.a. er viðtal við Þórhildi Rafns Jónsdóttur, deildastjóra unglingastarfs í frístundamiðstöðinni Kringlumýri. Hún segir sitt fólk áhyggjufullt vegna mikillar neyslu unglinga á þessum orkudrykkjum sem sumir hverjir séu alls ekki ætlaðir börnum undir 18 ára aldri. Í Morgunblaðinu laugardaginn 10.október var sagt frá því að neysla orkudrykkja hafi nú verið bönnuð í félagsmiðstöðvum í Kópavogi. Þar er m.a. að finna viðtal við Örnu Margréti Erlingsdóttur, verkefnisstjóra tómstundmála hjá…
Read More