AÐALFUNDUR FÉLAGS FAGFÓLKS Í FRÍTÍMAÞJÓNUSTU

Haldinn 28. maí í Reykjavík
Aðalfundur félagsins verður haldinn föstudaginn 28. maí nk. kl. 16:30 á Kringlukránni í Reykjavík. Á dagskrá fundarsins eru venjuleg aðalfundarstörf eins og lög félagsins gera ráð fyrir.

Dagskrá aðalfundar:

  • –         Skýrsla stjórnar
  • –         Skýrslur hópa og nefnda
  • –         Reikningar félagsins
  • –         Starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta árs
  • –         Árgjald
  • –         Lagabreytingar og skipulag
  • –         Kosning stjórnar og varamanna
  • –         Kosning skoðunarmanna reikninga
  • –         Önnur mál

Stjórn félagsins vekur sérstaka athygli á kosningu í stjórn félagsins en fyrirséð er að nokkrir fulltrúar sem nú sitja í stjórn félagsins munu ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu.

Samkvæmt lögum félagsins þurfa lagabreytingatillögur að hafa borist stjórn félagsins þremur vikum fyrir aðalfund, þ.e. eigi síðar en 7. maí. Tillögur að lagabreytingum sem berast verða sendar félagsmönnum til kynningar í tölvupósti.

Aðalfundur fer með æðsta vald félagsins og því hvetur stjórn félagsmenn til þátttöku í fundinum og óskar eftir tillögum að öðrum málum á fundinn frá félagsmönnum.

Við lok fundar gefst félagsmönnum færi á að sitja áfram, snæða saman og halda áfram umræðum frá fundinum í góðra félaga hópi.