Fréttir

  • HÁDEGISVERÐARFUNDUR FFF – ER KREPPAN BARA KRÓNUR OG AURAR? 

    Hvernig geta foreldrar alið upp börn í samfélagi sem hvorki þau né börnin vita hvernig verður? Þar mun Árni Guðmundsson, námsbrautarstjóri í tómstundafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands flytja erindið “Er kreppan bara krónur og aurar – hvernig geta foreldrar alið upp börn í samfélagi sem hvorki þau né börnin vita hvernig verður?” Súpa dagsins og nýbakað brauð á…

    Read More

  • VERNDUM ÞAU NÁMSKEIÐ Í BOÐI FYRIR FÉLAGSMENN

    Á námskeiðinu er fjallað um ofbeldi gagnvart börnum og er markmiðið að efla vitund þeirra sem starfa með börnum og unglingum um ofbeldi gegn börnum, og hvernig skuli bregðast við grunsemdum um vanrækslu eða ofbeldi. Félag fagfólks í frítímaþjónustu hefur staðið fyrir námskeiðunum Verndum þau fyrir félagasamtök og sveitarfélög sl. ár í samstarfið við Menntamálaráðuneytið…

    Read More

  • STÖNDUM VÖRÐ UM VELFERÐ BARNA

    Náum áttum hópurinn hélt morgunverðarfund á Grand hótel  undir yfirskriftinni Stöndum vörð um velferð barna. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir BUGL, fjallaði um kreppuna og geðheilsu, Björk Einisdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, fjallaði um hvernig staðan blasir við foreldrum og hvað þeir geta gert, og Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðheilustöðvar, kallaði erindi sitt “Siðrof og samfélagslegar aðstæður…

    Read More

  • MÁLÞING UM RAFRÆNT EINELTI Á VEGUM SAFT

    Á málþinginu, sem heilbrigðisráðherra setur, verður m.a. fjallað um tegundir og birtingaform rafræns eineltis, nýja rannsókn á rafrænu einelti, tæknilegt umhverfi rafræns eineltis og eftirlit foreldra, afskipti og meðferð lögreglunnar á rafrænu einelti og sál- og félagsfræðilegar hliðar eineltis. Fundarstjóri verður Þorlákur Helgason, framkvæmdastjóri Olweusarverkefnisins á Íslandi. Þátttökugjald á málþing er ekkert en gestir eru…

    Read More

  • ATVINNULEYSI UNGS FÓLKS EYKST

    Í skýrslunni segir m.a: „Atvinnuleysi ungs fólks hefur aukist meira en þeirra eldri og hefur 16-24 ára atvinnulausum fjölgað úr 1408 í lok nóvember í 2069 í lok desember og eru þeir nú um 23% allra atvinnulausra í desember.“ Skýrsluna má nálgast í heild sinni á slóðinnihttp://www.vinnumalastofnun.is/files/Desember08_352758312.pdf Staðan er mikið áhyggjuefni, ekki einungis fyrir þá…

    Read More

  • HUGMYNDIR UNGLINGA – FRÁ HÁDEGISVERÐARFUNDI 16. JANÚAR 2009

    Erindið var áhugavert en við vinnu verkefnisins tók Ragnheiður viðtöl við 8 unglinga á aldrinum 13-16 ára þar sem hún kannaði meðal annars þekkingu þeirra á starfseminni. Hugmyndin kviknaði í framhaldi af endurteknum spurningum unglinganna til starfsfólks um hvað það væri eiginlega að gera í vinnunni og hvort starfið þar væri launað. Að erindinu loknu svaraði Ragnheiður…

    Read More

  • NÆSTI UMSÓKNARFRESTUR Í ÆSKULÝÐSSJÓÐ ER 1. FEBRÚAR

    Næsti umsóknarfrestur í Æskulýðssjóð er 1. febrúar 2009. Hlutverk Æskulýðssjóðs er að styrkja eftirtalin verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka: · Sérstök verkefni sem unnin eru fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátttöku þeirra.  · Þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða.  · Nýjungar og þróunarverkefni.  · Samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Hvorki er heimilt að styrkja árvissa eða fasta viðburði…

    Read More

  • KOMPÁS – NÁMSEFNI Í MANNRÉTTINDAFRÆÐSLU

    Á fyrsta hádegisverðarfundi vetrarins fjallaði Aldís Yngvadóttir, ritstjóri hjá Námsgagnastofnun, um Kompás sem er náms- og kennsluefni um mannréttindi. Í bókinni eru lýsingar á 49 viðfangsefnum sem byggjast öll á virkri þátttöku nemenda þar sem fjallað er um fjölbreytt málefni og mismunandi réttindi. Í bókinni er einnig að finna hugmyndir og ábendingar um hvað er…

    Read More

  • VINNUFUNDUR UM UNGMENNARÁÐ

    ÍTR, UNICEF og Akureyrarbær bjóða til vinnufundur um ungmennaráð miðvikudaginn 26. nóvember kl. 10:00-17:00 í Rósenborg, Skólastíg 2 á Akureyri. Ágúst Þór Árnason, aðalfyrirlesari dagsins frá Háskólanum á Akureyri, mun fjalla um bakgrunn og hugmyndafræði um ungmennalýðræði. Þá verður boðið upp á þrjár málstofur. Heiðrún Janusardóttir, U-ráð Akraness, mun fjalla um stofnun og stjórnsýslulega stöðu…

    Read More

  • Svenskarna kommer

    Föstudaginn 3. október frá kl 10:00 – 14:00 fer fram málþing um æskulýðsmál. Staðsetning er stofa K 207 (KHÍ) í Stakkahlíðinni. Tilefnið er náms- og kynnisferð sænskra tómstundfræðinema hingað til lands. Aðgangur er ókeypis og öllum opin. Málþingið fer fram a sænsku /skandinavísku. Verði þess óskað þá er mögulegt að túlka efni fyrirlestrana á íslensku.…

    Read More