FRÍTÍMI FYRIR ALLA – HÚS FRÍTÍMANS Á SAUÐÁRKRÓKI

Vel heppnaður hádegisverðarfundur
Fyrsti hádegisverðarfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu á árinu fór fram í hádeginu í dag, föstudaginn 22. janúar á Manni lifandi í Borgartúni í Reykjavík. Þau Ivano Tasin, forstöðumaður Húss frítímans og María Björk Ingvadóttir, Frístundastjóri í Skagafirði, kynntu starfsemi Húss frítímans þar sem ný sýn á forvarnir, frístundastarf og samveru allra aldurshópa eru meginstoðir. Hús frítímans er tæplega ársgamalt.Fundurinn markaði tímamót en í fyrsta skipti í sögu félagsins var stuðst við fjarfundarform með tilstilli SKYPE. Þau Ivano og María fluttu því erindi sit tog svöruðu spurningum fundargesta frá Sauðárkróki og buðu upp á skoðunarferð um Hús frítímans með aðstoð vefmyndavélar. Í framtíðinni mun félagið skoða frekari leiðir til að virkja félagsmenn um land allt í starfsemi félagsins og efla þar með möguleika á þróun og umræðu um frítímastarf á Íslandi.

Góður rómur var gerður að erindi þeirra af þeim sem viðstaddir voru fundinn en glærukynningu fundarins má nálgast hér.