ÁHYGGJUR AF ORKUDRYKKJANOTKUN BARNA OG UNGLINGA

Fagfólk í frítímaþjónustu virkt í umræðunni
Töluverð umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum síðustu daga og vikur um neyslu barna og unglinga á orkudrykkjum, einkum í félags- og tómstundastarfi. Þeir sem starfa á vettvangi frítímans og hafa forvarnir sem einn af meginþáttum í sínu starfi hafa verið áberandi í þeirri umræðu.

Í 3. tölublaði Neytendablaðsins árið 2009 er fjallað um málið þar sem m.a. er viðtal við Þórhildi Rafns Jónsdóttur, deildastjóra unglingastarfs í frístundamiðstöðinni Kringlumýri. Hún segir sitt fólk áhyggjufullt vegna mikillar neyslu unglinga á þessum orkudrykkjum sem sumir hverjir séu alls ekki ætlaðir börnum undir 18 ára aldri.

Í Morgunblaðinu laugardaginn 10.október var sagt frá því að neysla orkudrykkja hafi nú verið bönnuð í félagsmiðstöðvum í Kópavogi. Þar er m.a. að finna viðtal við Örnu Margréti Erlingsdóttur, verkefnisstjóra tómstundmála hjá Kópavogsbæ.

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/10/10/orkudrykkirnir_nu_bannadir_unglingum/?ref=fpmestlesid

Það er ánægjulegt að fagfólk í frítímaþjónustu skuli beita sér í umræðum um málefni barna og unglinga. Notkun orkudrykkja meðal barna og unglinga er sannarlega skoðunarinnar verð.