FÉLAGS- OG TÓMSTUNDANÁM Í BORGARHOLTSSKÓLA

Fréttir, Uncategorized
Nám með starfi á sviði frístundafræða Borgarholtsskóli er enn að taka við umsóknum í Félags- og tómstundanám sem þeir eru að fara af stað með í samstarfi við ÍTR. Um er að ræða 34 eininga brúarnám sem hefst í fyrsta skipti nú um mánaðarmótin ágúst-september og því þurfa áhugasamir að hafa hraðann á. Meðfylgjandi er bæklingur um námið en einnig er að finna mikið af upplýsingum um skipulag þess inni á heimasíðunnihttp://dreifnam.multimedia.is.Kröfur eru settar um 22 ára aldur nemenda, a.m.k. þriggja ára starfsreynslu ásamt því að nemendur þurfa að hafa lokið starfstengdum námskeiðum á vegum stéttarfélaga, sveitarfélaga eða annarra sambærilegra aðila. Þeir nemendur sem ekki uppfylla skilyrði um námskeiðsfjölda verður boðið upp á námskeið í sambærilegum áföngum ef nægt þátttaka er fyrir hendi. Áhugasamir geta haft samband við Þórkötlu Þórisdóttur…
Read More

TIL SVEITARSTJÓRNA Á ÍSLANDI

Fréttir, Uncategorized
Stjórn Félags fagfólks í frítímaþjónustu hefur sent sveitarstjórnum á Íslandi eftirfarandi áskorun: "Félag fagfólks í frítímaþjónustu skorar á sveitarstjórnir að standa vörð um starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila fyrir börn og unglinga á þeim umbrota- og óvissutímum sem Íslendingar lifa nú og tryggja um leið jöfn tækifæri til þátttöku í fjölbreyttu frítímastarfi. Félagið varar við afleiðingum þess að skerða framlög til frítímastarfs barna og unglinga hjá sveitarfélögunum. Sveitarstjórnir eru langstærsti stuðningsaðili við frístundastarf barna og unglinga. Á vegum sveitarfélaganna er komið til móts við þarfir ófélagsbundinnar æsku, sérstaklega þeirra barna og unglinga sem finna síður sína fjöl hjá íþróttafélögum eða frjálsum félagasamtökum. Þörfum barna og unglinga sem standa höllum fæti er nær eingöngu mætt í frítímaþjónustu sveitarfélaganna. Sú starfsemi er því kjarninn í öllu forvarnarstarfi á Íslandi. Öflugt frístundastarf stuðlar að…
Read More

FRÉTTATILKYNNING FRÁ FFF

Fréttir, Uncategorized
Tímamót hjá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu  Aðalfundir félagasamtaka þykja alla jafna ekki jafnáhugavert umfjöllunarefni fjölmiðla og aðalfundir fjárfestingarfélaga eða stórfyrirtækja. Félag fagfólks í frítímaþjónustu hefur þó mikinn metnað og er stolt af störfum sínum þrátt fyrir ungan aldur. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Reykjavík á fjögurra ára afmælisdegi þess þann 28. maí síðast liðinn fagnaði félagið tvenns konar tímamótum. Í fyrsta skipti í sögu félagsins er meirihluti stjórnar félagsins skipaður tómstunda- og félagsmálafræðingum sem lokið hafa háskólamenntun sinni á Íslandi. Formleg háskólamenntun í tómstundafræðum er tiltölulega ný af nálinni hér á Íslandi en löng hefð er fyrir slíku námi í Skandinavíu og margir Íslendingar hafa numið sín fræði erlendis. Stjórn félagsins skipa Eygló Rúnarsdóttir, formaður, Helga Margrét Guðmundsdóttir, varaformaður, Andri Ómarsson, gjaldkeri, Jóhannes Guðlaugsson, ritari og Einar Rafn…
Read More

ÁRNI Í SAMFÉLAGINU Í NÆRMYND Í FRAMHALDI AF HÁDEGISVERÐARFUNDI

Fréttir, Uncategorized
Mánudaginn 16. mars var viðtal við Árna Guðmundsson, námsbrautarstjóra í tómstunda-og félagsmálafræðum í Samfélaginu í nærmynd á Rás 1. Tilefnið var erindi hans, "Er kreppan bara krónur og aurar?" á hádegisverðarfundi félagsins föstudaginn 13. mars. Eins og vænta mátti var viðtalið áhugavert og Árni talaði máli barna og unglinga í því óvissuástandi sem nú ríkir í samfélaginu og varðandi framtíðina. Viðtalið má nálgast hér og var fyrst í þættinum svo það er aðgengilegt. Viðtal við Árna Guðmundson í Samfélaginu í nærmynd
Read More

HÁDEGISVERÐARFUNDUR FFF – ER KREPPAN BARA KRÓNUR OG AURAR? 

Fréttir, Uncategorized
Hvernig geta foreldrar alið upp börn í samfélagi sem hvorki þau né börnin vita hvernig verður? Þar mun Árni Guðmundsson, námsbrautarstjóri í tómstundafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands flytja erindið "Er kreppan bara krónur og aurar - hvernig geta foreldrar alið upp börn í samfélagi sem hvorki þau né börnin vita hvernig verður?" Súpa dagsins og nýbakað brauð á vægu verði fyrir fundargesti. Við hvetjum félagsmenn til að mæta og taka með sér áhugasama gesti.
Read More

VERNDUM ÞAU NÁMSKEIÐ Í BOÐI FYRIR FÉLAGSMENN

Fréttir, Uncategorized
Á námskeiðinu er fjallað um ofbeldi gagnvart börnum og er markmiðið að efla vitund þeirra sem starfa með börnum og unglingum um ofbeldi gegn börnum, og hvernig skuli bregðast við grunsemdum um vanrækslu eða ofbeldi. Félag fagfólks í frítímaþjónustu hefur staðið fyrir námskeiðunum Verndum þau fyrir félagasamtök og sveitarfélög sl. ár í samstarfið við Menntamálaráðuneytið og höfunda bókarinnar Verndum þau, Ólöfu Ástu Farestveit og Þorbjörgu Sveinsdóttur hjá Barnahúsi. Skráning fer fram á netfanginu [email protected]. Skráningu lýkur þriðjudaginn 10. mars.
Read More

STÖNDUM VÖRÐ UM VELFERÐ BARNA

Fréttir, Uncategorized
Náum áttum hópurinn hélt morgunverðarfund á Grand hótel  undir yfirskriftinni Stöndum vörð um velferð barna. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir BUGL, fjallaði um kreppuna og geðheilsu, Björk Einisdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, fjallaði um hvernig staðan blasir við foreldrum og hvað þeir geta gert, og Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðheilustöðvar, kallaði erindi sitt “Siðrof og samfélagslegar aðstæður ungs fólks á tímum kreppu.” Náum áttum 28. janúar - Stöndum vörð um velferð barna - Samantekt
Read More

MÁLÞING UM RAFRÆNT EINELTI Á VEGUM SAFT

Fréttir, Uncategorized
Á málþinginu, sem heilbrigðisráðherra setur, verður m.a. fjallað um tegundir og birtingaform rafræns eineltis, nýja rannsókn á rafrænu einelti, tæknilegt umhverfi rafræns eineltis og eftirlit foreldra, afskipti og meðferð lögreglunnar á rafrænu einelti og sál- og félagsfræðilegar hliðar eineltis. Fundarstjóri verður Þorlákur Helgason, framkvæmdastjóri Olweusarverkefnisins á Íslandi. Þátttökugjald á málþing er ekkert en gestir eru vinsamlega beðnir um að tilkynna þátttöku á [email protected]. Boðið verður upp á veitingar. Sérstök athygli er vakin á því að málþingið verður einnig sent út á vefnum, vefslóð fyrir netútsendingu erhttp://sjonvarp.khi.is/. Nánari upplýsingar á heimasíðu SAFT, www.saft.is.
Read More

ATVINNULEYSI UNGS FÓLKS EYKST

Fréttir, Uncategorized
Í skýrslunni segir m.a: „Atvinnuleysi ungs fólks hefur aukist meira en þeirra eldri og hefur 16-24 ára atvinnulausum fjölgað úr 1408 í lok nóvember í 2069 í lok desember og eru þeir nú um 23% allra atvinnulausra í desember.“ Skýrsluna má nálgast í heild sinni á slóðinnihttp://www.vinnumalastofnun.is/files/Desember08_352758312.pdf Staðan er mikið áhyggjuefni, ekki einungis fyrir þá sem að unga fólkinu standa heldur jafnframt þeim sem starfa með ungu fólki á vettvangi frítímans.
Read More