Leiðbeinandinn í reynslunámi – spennandi námskeið

Fréttir, Uncategorized
Nú fer að líða að haustverkunum og eitt af þeim er auðvitað að skoða spennandi námskeið fyrir veturinn. Eitt af þessum námskeiðum er Leiðbeinandinn í reynslunámi - hvar er hann? en það er Björn Vilhjálmsson reynslunámsgúrú sem mun leiðbeina á námskeiðinu. Hugmyndafræði reynslunáms nýtist vel á vettvangi frítímans og því er um að ræða hagnýtt námskeið sem ætti að nýtast vel í starfi - er alveg kjörið tækifæri til símenntunar. Námskeiðið er þrískipt, hálfur dagur í senn og verkefnavinna þess á milli. Allar nánari upplýsingar er að finna hér: Leiðbeinandinn í reynslunámi_námskeið
Read More

Ný stjórn kosin á aðalfundi FFF

Fréttir, Uncategorized
Aðalfundur FFF fór fram 22. maí sl. og var þar m.a. farið yfir ársskýrslu stjórnar og þar kenndi ýmissa grasa en fræðslumál, samstarfsverkefni, endurskoðun á markmiðum félagsins og inntökuskilyrðum voru þar til umræðu. Einnig var kosið í stjórn félagsins en nýr formaður er Guðmundur Ari Sigurjónsson og meðstjórnendur eru Elísabet Pétursdóttir, Bjarki Sigurjónsson, Katrín Vignisdóttir og Heiðrún Janusardóttir. Varamenn í stjórn eru Guðrún Björk Freysteinsdóttir og Hulda Valdís Valdimarsdóttir.
Read More

Aðalfundur FFF fimmtudaginn 22. maí

Fréttir, Uncategorized
Aðalfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu fer fram fimmtudaginn 22. maí nk. kl. 17-19 og við hvetjum alla félaga sem vettlingi geta valdið til að taka þennan tíma frá og mæta. Fundurinn fer fram á Kaffi Sólon, 2. hæð, Bankastræti 7a og hugmyndin er að fundargestir snæði saman málsverð að fundi loknum. Dagskrá aðalfundar: -         Skýrsla stjórnar -         Skýrslur hópa og nefnda -         Reikningar félagsins -         Starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta árs -         Árgjald -         Lagabreytingar og skipulag -         Kosning stjórnar og varamanna -         Kosning skoðunarmanna reikninga -         Önnur mál Tillögur um lagabreytingar verða að hafa borist stjórn félagsins 3 vikum fyrir aðalfund. Stjórn félagsins skal kynna tillögur að lagabreytingum með bréfi til félagsmanna a.m.k. 14 dögum fyrir aðalfund. Að þessu sinni hafa stjórn ekki borist neinar lagabreytingartillögur.
Read More

Líflegar umræður á hádegisfundi um siðareglur og siðferðisleg álitamál

Fréttir, Uncategorized
Fræðslunefnd Félags fagfólks í frítímaþjónustu stóð fyrir hádegisverðarfundi þriðjudaginn 6. maí sl. á Kaffi Sólon. Viðfangsefni fundarins var að þessu sinni siðareglur og siðferðileg álitamál í frítímastarfi. Kolbrún Þ. Pálsdóttir, lektor við námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, var gestur fundarins að þessu sinni. Hún fjallaði í erindi sínu almennt um siðareglur fagstétta og byggði umfjöllun sína á siðareglum félagsins (http://www.fagfelag.is/sidareglur/ ) sem samþykktar voru árið 2009. Hún benti meðal annars á siðareglur væru fyrst og fremst opinber sáttmáli um hugsjónir og gildi starfsins en ekki endilega tæknilegt stuðningsrit . Siðferðileg álitamál eru alltaf aðstæðubundin, en umræða um siðareglur hjálpar fagfólki að átta sig á því hvar frumskyldur sínar liggja og geta stutt við erfiðar ákvarðanir. Kolbrún fjallaði einnig um muninn á siðferðilegum vanda og siðferðilegum álitamálum og hvatti…
Read More

Fræðslufundur 6. maí kl. 12-13 á Sólon

Fréttir, Uncategorized
Þriðjudaginn 6. maí kl. 12:00 mun Kolbrún Þ. Pálsdóttir, lektor við námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum, fjalla um siðareglur og siðferðileg álitamál í frístundastarfi. Viðfangsefnið er mörgum sem starfa á vettvangi hugleikið og því kærkomið fyrir félagsmenn að fá vettvang til umræðna í kjölfar erindis Kolbrúnar. Fundurinn verður haldinn á Kaffi Sólon, Bankastræti 7a í Reykjavík. Fyrirkomulag fundarins er með þeim hætti að Kolbrún mun fyrst flytja sitt erindi sem hefst kl. 12:00 og í kjölfarið verða umræður. Undir umræðum mun gestum fundarins verða boðið upp á súpu og brauð. Áætlað er að fundinum ljúki eigi síðar en 13:00. Þeir sem vilja það frekar geta nýtt sér matseðil Sólon á eigin kostnað og jafnframt geta fundargestir sem hafa tök á setið áfram yfir óformlegu spjalli eftir að fundi lýkur. FFF…
Read More

Fræðslufundur 27. nóvember – Að vera leiðtogi er að vera mannlegur

Fréttir, Uncategorized
Undanfarin ár hefur Félag fagfólks í frítímaþjónustu staðið fyrir hádegisverðarfundum þar sem félagsmönnum og öðrum áhugasömum gefst kostur á fræðslu og umræðum yfir snarli. Þátttaka í fundunum er öllum að kostnaðarlausu en fundargestir geta keypt hádegisverð ef þeir óska. Fyrsti hádegisverðarfundur FFF verður miðvikudaginn 27. nóvember kl. 12. Þá mun Steingerður Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, fjalla um þjónandi forystu í frístundastarfi undir yfirskriftinni "Að vera leiðtogi er að vera mannlegur". Fundurinn verður á Sólon, Bankastræti 7a, 2. hæð. Við hvetjum félagsfólk til að fjölmenna og taka þátt í umræðum í kjölfar erindisins og bjóða með sér öðrum áhugasömum. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda línu á [email protected].  
Read More

Hvað er fagmennska?

Fréttir, Uncategorized
Hvernig sinnum við sem vinnum á vettvangi frítímans starfi okkar af fagmennsku? Hvað þýðir það að sinna starfi sínu af fagmennsku? Í hverju felast fagleg vinnubrögð? Hvernig er hægt að meta og segja til um það hvað telst vera fagmennska og hvað ekki? Í Íslenskri orðabók (2002) er orðið fagmaður skilgreint á þann veg að fagmaður sé sérfræðingur, maður sem sérlærður er til ákveðins verks. En dugar það að læra ákveðið verk eitt og sér til að hægt sé að kallast fagmaður? Já eflaust má svara því játandi upp að vissu marki en það þarf þó meira til. Það þarf að tileinka sér ákveðin gildi í starfinu, gildi sem eru viðurkennd og hægt er að koma sér saman um að skipti máli fyrir fagið og talin eru nauðsynleg til að…
Read More

Íslenskar æskulýðsrannsóknir 2013

Fréttir, Uncategorized
Ráðstefnan íslenskar æskulýðsrannsóknir 2013 fer fram þann 29. nóvember 2013 í MVS v/ Stakkahlíð. Að ráðstefnunni standa Tómstunda- og félagsmálafræðibraut MVS Háskóla Íslands, Æskulýðsráð, Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri og Ráðgjafanefnd um æskulýðsrannsóknir. Aðrir samstarfsaðilar eru: Félag fagfólks í frítímaþjónustu FFF og Rannsóknarstofa í Bernsku- og æskulýðsfræðum BÆR. Opið er fyrir umsóknir um að flytja erindi á ráðstefnunni og lýsa aðstandendur ráðstefnunnar eftir erindum og veggspjöldum. Skilafrestur er til 21.október. Gert er ráð fyrir að hvert erindi taki 15. mín. Þeir aðilar sem óska eftir að flytja erindi þurfa að senda ágrip 150 orð og þeir sem óska eftir að kynna veggspjöld senda stutta kynningu á netfangið [email protected] Meðal efnis má nefna: - Æskulýðsmenning – Framtíðaráform - Erlendur uppruni – Íþróttir og hreyfing - Ungt fólk í dreifbýli – Lífshlaup ungs fólks - Heilsa…
Read More

Ný heimasíða!

Fréttir, Uncategorized
Á síðastliðnum aðalfundi var samþykkt að farið væri í að útbúa nýja heimasíðu fyrir Fagfélagið. Ný stjórn fór í málið í á fyrsta fundi sínum og var hönnun nýrrar heimasíðu sett í hendur Guðmundar Ara Sigurjónssonar. Nýja heimasíðan á að vera einföld og þægileg í notkun þar sem auðvelt er að finna þær upplýsingar sem meðlimir félagsins ásamt öðrum vilja nálgast. Á síðunni birtast fréttir úr starfinu, skýrslur og fundargerðir stjórnar ásamt almennum upplýsingum um félagið. Einnig hefur verið sett upp einfalt skráningarform efst á síðuna þar sem hægt er að sækja um aðild að félaginu. Ef þú hefur ábendingar varðandi sniðugt efni á síðuna eða vilt skrifa inn grein fyrir síðuna hvetjum við þig til að senda póst á [email protected].  
Read More