Fræðslufundur 27. nóvember – Að vera leiðtogi er að vera mannlegur

Undanfarin ár hefur Félag fagfólks í frítímaþjónustu staðið fyrir hádegisverðarfundum þar sem félagsmönnum og öðrum áhugasömum gefst kostur á fræðslu og umræðum yfir snarli. Þátttaka í fundunum er öllum að kostnaðarlausu en fundargestir geta keypt hádegisverð ef þeir óska.

Fyrsti hádegisverðarfundur FFF verður miðvikudaginn 27. nóvember kl. 12. Þá mun Steingerður Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, fjalla um þjónandi forystu í frístundastarfi undir yfirskriftinni “Að vera leiðtogi er að vera mannlegur”. Fundurinn verður á Sólon, Bankastræti 7a, 2. hæð.

Við hvetjum félagsfólk til að fjölmenna og taka þátt í umræðum í kjölfar erindisins og bjóða með sér öðrum áhugasömum. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda línu á [email protected].