Ný stjórn kosin á aðalfundi FFF

Aðalfundur FFF fór fram 22. maí sl. og var þar m.a. farið yfir ársskýrslu stjórnar og þar kenndi ýmissa grasa en fræðslumál, samstarfsverkefni, endurskoðun á markmiðum félagsins og inntökuskilyrðum voru þar til umræðu. Einnig var kosið í stjórn félagsins en nýr formaður er Guðmundur Ari Sigurjónsson og meðstjórnendur eru Elísabet Pétursdóttir, Bjarki Sigurjónsson, Katrín Vignisdóttir og Heiðrún Janusardóttir. Varamenn í stjórn eru Guðrún Björk Freysteinsdóttir og Hulda Valdís Valdimarsdóttir.