Íslenskar æskulýðsrannsóknir 2013

Ráðstefnan íslenskar æskulýðsrannsóknir 2013 fer fram þann 29. nóvember 2013 í MVS v/ Stakkahlíð. Að ráðstefnunni standa Tómstunda- og félagsmálafræðibraut MVS Háskóla Íslands, Æskulýðsráð, Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri og Ráðgjafanefnd um æskulýðsrannsóknir. Aðrir samstarfsaðilar eru: Félag fagfólks í frítímaþjónustu FFF og Rannsóknarstofa í Bernsku- og æskulýðsfræðum BÆR.

Opið er fyrir umsóknir um að flytja erindi á ráðstefnunni og lýsa aðstandendur ráðstefnunnar eftir erindum og veggspjöldum. Skilafrestur er til 21.október. Gert er ráð fyrir að hvert erindi taki 15. mín. Þeir aðilar sem óska eftir að flytja erindi þurfa að senda ágrip 150 orð og þeir sem óska eftir að kynna veggspjöld senda stutta kynningu á netfangið [email protected]

Meðal efnis má nefna:
– Æskulýðsmenning – Framtíðaráform
– Erlendur uppruni – Íþróttir og hreyfing
– Ungt fólk í dreifbýli – Lífshlaup ungs fólks
– Heilsa og heilsuhegðun – Jafnréttismál
– Kynhneigð og kynlíf – Menntun og skóli
– Fjölskyldur á Íslandi – Rannsóknaraðferðir
– Fjölmiðlar og samfélag – Vímuefni og áhættuhegðun
– Andleg líðan – Pólitísk þátttaka ungs fólks
– Afbrot og fórnarlömb – Tómstundir og félagsstarf
– Sjálfsskaði – Athyglisverð verkefni á vettvangi
– Félagsstarf – Fagmennska og starfsþróun

Við hvetjum allt fagfólk í frítímaþjónustu að sjálfsögðu til að fjölmenna á ráðstefnuna en einnig til að senda erindi á ráðstefnuna og deila þekkingu sinni áfram.