Ný heimasíða!

fff síðanÁ síðastliðnum aðalfundi var samþykkt að farið væri í að útbúa nýja heimasíðu fyrir Fagfélagið. Ný stjórn fór í málið í á fyrsta fundi sínum og var hönnun nýrrar heimasíðu sett í hendur Guðmundar Ara Sigurjónssonar.

Nýja heimasíðan á að vera einföld og þægileg í notkun þar sem auðvelt er að finna þær upplýsingar sem meðlimir félagsins ásamt öðrum vilja nálgast. Á síðunni birtast fréttir úr starfinu, skýrslur og fundargerðir stjórnar ásamt almennum upplýsingum um félagið. Einnig hefur verið sett upp einfalt skráningarform efst á síðuna þar sem hægt er að sækja um aðild að félaginu.

Ef þú hefur ábendingar varðandi sniðugt efni á síðuna eða vilt skrifa inn grein fyrir síðuna hvetjum við þig til að senda póst á [email protected].