Fræðslufundur 6. maí kl. 12-13 á Sólon

Þriðjudaginn 6. maí kl. 12:00 mun Kolbrún Þ. Pálsdóttir, lektor við námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum, fjalla um siðareglur og siðferðileg álitamál í frístundastarfi. Viðfangsefnið er mörgum sem starfa á vettvangi hugleikið og því kærkomið fyrir félagsmenn að fá vettvang til umræðna í kjölfar erindis Kolbrúnar. Fundurinn verður haldinn á Kaffi Sólon, Bankastræti 7a í Reykjavík. Fyrirkomulag fundarins er með þeim hætti að Kolbrún mun fyrst flytja sitt erindi sem hefst kl. 12:00 og í kjölfarið verða umræður. Undir umræðum mun gestum fundarins verða boðið upp á súpu og brauð. Áætlað er að fundinum ljúki eigi síðar en 13:00. Þeir sem vilja það frekar geta nýtt sér matseðil Sólon á eigin kostnað og jafnframt geta fundargestir sem hafa tök á setið áfram yfir óformlegu spjalli eftir að fundi lýkur. FFF hefur undanfarin ár staðið fyrir fræðslufundum fyrir félagsmenn en fundirnir hafa jafnframt verið opnir öðrum áhugasömum þannig að félagar eru hvattir til að taka með sér gesti.