Risa tækifæri framundan fyrir FFF

Fréttir, Uncategorized
Félag fagfólks í frítímaþjónustu skellti sér í námsferð til Stokkhólms dagana 25.-28. mars. Verkefnið var unnið í samstarfi við Fritidsforum en það eru sænsk samtök sem eru einskonar samblanda af FFF og Samfés. Fritidsforum vinnur þó þvert á allan aldur og meðlimir samtakana eru samtök og stofnanir en ekki einstaklingar. Í ferðina héldu 22 meðlimir FFF út en verkefnið var styrkt af Evrópu unga fólksins. Dagskrá verkefnisins var fjölbreytt en skiptist þó helst í tvö meginþemu, annars vegar samstarfi við Fritidsforum, að kynnast starfsemi, verkefnum og koma á frekara samstarfi milli samtakana tveggja. Hins vegar var farið í mikið af vettvangsheimsóknum þar sem hver og einn gat valið sér starfsstöð eftir eigin áhugasviði til að skoða. Ferðin gekk með eindæmum vel og má segja að bæði samtökin hefðu fengið enn…
Read More

Ánægja með umfjöllun um tæki og tækni á hádegisverðarfundi FFF

Fréttir, Uncategorized
Fyrsti hádegisverðarfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu árið 2015 var haldinn 11. mars sl. á Kaffi Sólon. Yfirskrift fundarins að þessu sinni var Tæki og tækni – Blessun eða böl í frístundastarfi? Á fundinum fjölluðu þær Tinna Breiðfjörð Guðjónsdóttir, forstöðumaður í frístundaklúbbnum Hofinu, og Þórunn Vignisdóttir, forstöðukona í félagsmiðstöðinni Laugó í Reykjavík, um notkun og áhrif tölva, snjalltækja, netsins og netmiðla í frístundastarfi. Í erindi sínu lagi Tinna út frá hugtakinu rafræn lífsleikni og fléttaði ýmis hugtök inn í umfjöllun sína um rafrænt námsnet barna og unglina og mikilvægi þess að líta á samfélag barna heildrænt sem námssamfélag eða það sem á dönsku kallast det kompetente bornefællesskap. Í erindi sínu fjallaði hún jafnframt um mikilvægi þess að börn og unglingar fái stuðning í að efla rafræna færni, fjölmiðlalæsi og tæknilæsi, og…
Read More

Tæki og tækni – blessun eða böl í frístundastarfi?

Fréttir, Uncategorized
Næsti hádegisverðarfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu verður miðvikudaginn 11. mars kl. 12:00 á Sólon, 2. hæð, Bankastræti 5 í Reykjavík. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er Tæki og tækni – Blessun eða böl í frístundastarfi? Þar munu þær Tinna Breiðfjörð Guðjónsdóttir, forstöðumaður í frístundaklúbbnum Hofinu, og Þórunn Vignisdóttir, forstöðukona í félagsmiðstöðinni Laugó í Reykjavík, fjalla um notkun og áhrif tölva, snjalltækja, netsins og netmiðla í frístundastarfi. Erindi Tinnu og Þórunnar munu hefjast stundvíslega kl. 12 og því hvetjum við gesti fundarins til að mæta tímanlega til að fá sér snarl en súpa og brauð verður á tilboðsverði frá 11:30 til gesta hádegisverðarfundarins á aðeins 990.- Fundurinn er opinn öllum og félagsmenn hvattir til að bjóða með sér gestum, samstarfsfélögum eða öðrum áhugasömum um efni fundarins.
Read More

Skráning í Svíþjóðarferð FFF 2015

Fréttir, Uncategorized
Hér fer fram skráning í Svíþjóðarferð FFF sem farið verður í 25. mars 2015. Fimmtán pláss eru laus og er skráningargjaldið 5000 krónur. Sendur verður póstur á alla sem skrá sig og þeir fyrstu 15 beðnir um að millifæra inn á fagfélagið og hinir fá póst um að þeir séu komnir á biðlista.   Loading...
Read More

Hádegisverðarfundur 18. nóvember

Fréttir, Uncategorized
Staða og starfsumhverfi tómstundafræðinga og fagfólks á vettvangi frítímans er viðfangsefni næsta hádegisverðarfundar FFF sem haldinn verður þriðjudaginn 18. nóvember kl. 11:45 á Sólon, Bankastræti 5 í Reykjavík. Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður FFF, Jakob Frímann Þorsteinsson, námsbrautarstjóri tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og Andri Ómarsson, formaður Stéttarfélags tómstundafræðinga, munu flytja stutt innlegg og í framhaldi verða almennar umræður um málefnið. Að vanda gefst gestum kostur á að snæða hádegismat á fundinum og hægt er að panta af matseðli Sólon sem ávallt býður upp á rétt dagsins og súpu dagsins á mjög svo viðráðanlegu verði. Gott er að mæta tímanlega og panta matinn áður en fundur hefst. Fundurinn er öllum opinn og félagsmenn því hvattir til að mæta og bjóða með sér vinum, vandamönnum, vinnufélögum eða öðrum áhugasömum um þetta þarfa mál.…
Read More

Námskeið í að nota Litla Kompás

Fréttir, Uncategorized
Í tilefni af útgáfu bókarinnar Litli kompás, handbók um mannréttindamenntun fyrir börn á aldrinum 7 – 13 ára, stendur Æskulýðsvettvangurinn og Félag fagfólks í frítímaþjónustu með stuðningi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu fyrir fimm námskeiðum í notkun á bókinni. Litli kompás er handbók um mannréttindamenntun fyrir börn sem nýtist fagfólki í æskulýðsmálum og öllum þeim sem vinna með börnum. Í handbókinni er fjallað um lykilhugtök á sviði mannréttinda og réttinda barna. Kjarni bókarinnar er 40 fjölbreytt verkefni sem byggjast á virkum kennsluaðferðum og er ætlað að hvetja og örva áhuga og vitund barna um mannréttindi í eigin umhverfi. Verkefnin eiga ennfremur að þroska gagnrýna hugsun, ábyrgð og réttlætiskennd og stuðla að því að börn læri að grípa til aðgerða og leggja sitt af mörkum til hagsbóta fyrir samfélagið. Auk þess er…
Read More

Fjölmenni á fyrsta hádegisverðarfundi vetrarins

Fréttir, Uncategorized
Fyrsti hádegisverðarfundur FFF fór fram á Sólon þriðjudaginn 9. september sl. og var fundurinn sá fjölmennasti í langan tíma en yfir 50 manns sátu fundinn að þessu sinni. Gestur fundarins var Hrefna Guðmundsdóttir, MA í vinnusálfræði og jákvæðri sálfræði, og fjallaði hún um jákvæða sálfræði í frístundastarfi. Í máli sínu fór Hrefna yfir helstu þætti sem jákvæð sálfræði beinir sjónum að sem og rannsóknum á hamingjunni. Hún fjallaði m.a. um rannsóknir um fylgni ýmissa þátta við hamingju en það hefur m.a. komið í ljós að engin fylgni er milli hamingju og aldurs, kyns, menntunar eða gáfnafars en nokkur fylgni er milli hamingju og félagslífs og líkamlegrar heilsu og mikil fylgni við jákvæðni, þakklæti og að vera oft hrósað. Það kom einnig fram í máli Hrefnu að í Evrópu eru norðlægar…
Read More

Jákvæð sálfræði í frístundastarfi

Fréttir, Uncategorized
Á fyrsta hádegisverðarfundi vetrarins sem verður haldinn þriðjudaginn 9. september nk. kl. 11:45 mun Hrefna Guðmundsdóttir, sálfræðingur, fjalla um jákvæða sálfræði í frístundastarfi. Hún mun gefa innsýn í jákvæða sálfræði og hvernig hana má nýta í frístundastarfi. Áhersla verður á að bera kennsl á jákvætt viðhorf, styrkleika og seiglu. Hrefna hefur áralanga reynslu af frístundastarfi hjá Reykjavíkurborg og hefur beint sjónum að mikilvægi þess að efla þátt jákvæðrar sálfræði í starfinu sem og annars staðar. Fundurinn verður haldinn á Kaffi Sólon, Bankastræti 7a í Reykjavík. Fyrirkomulag fundarins er með þeim hætti að Hrefna mun fyrst flytja sitt erindi sem hefst kl. 11: 45 og breyttur fundartími kemur í kjölfar óska frá félagsfólki. Í kjölfar erindisins verða umræður. Undir umræðum mun gestum fundarins verða boðið upp á súpu og brauð í tilefni af…
Read More

Spennandi ár framundan hjá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu

Fréttir, Uncategorized
[caption id="attachment_1772" align="alignright" width="214"] Guðmundur Ari - Formaður FFF[/caption] Nú þegar sumarið fer að líða undir lok og fólk mætir aftur til vinnu eftir sumarfrí þá fer starfsemi Félags fagfólks í frítímaþjónustu á fullt. Við í stjórn FFF ásamt nefndum höfum verið útbúa starfsáætlun fyrir veturinn og hefur hann sjaldan litið jafn vel út. Nú þegar er skráning hafin á námskeið fyrir leiðbeinendur í Reynslunámi en það er haldið í samstarfi við Áskorun ehf og má nálgast frekari upplýsingar hér en örfá sæti eru laus á þetta spennandi námskeið. Í vetur stefnir fagfélagið á að halda 2 hádegisfyrirlestra á önn en þeir hafa verið vel sóttir síðastliðin ár. Fagfélagið mun í samstarfi við Æskulýðsvettvanginn halda fimm námskeið í Litla Kompás víðsvegar um landið á haustönn. Einnig stefnum við á að halda fleiri…
Read More

Starfsáætlun stjórnar 2014-2015

Fréttir, Starfsáætlun stjórnar, Uncategorized
Starfsáætlun stjórnar fyrir veturinn 2014/2015. Starfsáætlun þessi var útbúin á starfsdegi stjórnar þriðjudaginn 19. ágúst. Það má með sanni segja að það sé skemmtilegur vetur framundan! Fræðslumál Reynslunámsnámskeið Fimm litla kompás námskeið á haustönn Halda tvo hádegisfundi á önn Gera skráningu á námskeið gagnvirk Halda námskeið í samstarfi við Háskólann Skoða leiðir til að fjármagna æskulýðshandbók Markaðsmál Vera virk í markaðssetningu á félaginu og starfsemi þess Senda bréf á nýútskrifaða tómstundafræðinga og kynna félagið Kynna félagið fyrir nemum í tómstunda- og félagsmálafræði Halda kynningu á fagfélaginu í nágrannasveitarfélögum Kynna félagið á námskeiðum á vegum þess Uppfæra kynningarbækling og prent til að dreifa á námskeiðum Prenta kynningar veggspjald og senda á starfsstöðvar Fá 30 nýja félaga í félagið á starfsárinu Námsferð Setja okkur í samband við samstarfsaðila Skipuleggja fjölbreytta námsferð fyrir félaga í…
Read More