Fundargerð aðalfundar 2023

Fundargerð aðalfundar 2023

Uncategorized
Kex Hostel, ReykjavíkÞriðjudagurinn 2. maíFundarstjóri: Eygló RúnarsdóttirFundarritari: Gísli Felix Ragnarsson Skýrsla stjórnar Gjaldkeri og varaformaður kynna skýrslu stjórnar. Yfir veturinn voru haldnar 8 fræðslur en ein féll niður vegna dræmrar skráningar. Haldið var áfram með hringferð sem gekk ekki nógu vel en verður haldið áfram næsta starfsár. Veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi lokaverkefni og farin var vel heppnuð fræðsluferð til Malmö og Gautaborgar sem var styrkt af Erasmus+, en félagið er komið í áskrift að styrkjum á vegum áætlunarinnar. Skýrslur hópa og nefnda Ferðanefnd var skipuð á starfsárinu sem náði ekki flugi og endaði með að gjaldkeri félagsins tók að sér skipulag vel heppnaðrar fræðsluferðar.Félagið er með fulltrúa í Náum áttum hópnum og felur það starf í sér þátttöku í skipulagi og framkvæmd mánaðarlegra fræðsluerinda.Félagið hefur fulltrúa í valnefnd hvatningarverðlauna…
Read More
Fundur stjórnar í apríl

Fundur stjórnar í apríl

Uncategorized
Mætt eru: Ágúst, Gísli, Peta, Íris og Ásgerður.Fimmtudagurinn 30. marsStaður: Rafrænt á ZoomFundur settur kl. 08:30 Síðasti viðburður gekk mjög vel, góð mæting og líflegar umræður sköpuðust um aðgengismál í frístundastarfi. Alexander Harðarson var með kveikju í upphafi og stýrði umræðum í kjölfarið. Viðburðurinn var haldinn í Stakkahlíð. Næsti viðburður er hringferðin sem er á dagskrá 14. apríl. Íris og Ásgerður ætla að fara fyrir hönd félagsins. Íris hefur samband við tengiliði annars vegar í Vestmannaeyjum og hins vegar á Ísafirði til að athuga hvort þau geti tekið á móti okkur. Svíþjóðarferðin er í lok apríl og eru 12 manns skráðir. Fundur verður haldinn með Árna Guðmunds að þessum fundi loknum þar sem farið verður nánar í smáatriði sem snúa að ferðinni. Aðalfundur félagsins fer fram 2. maí að Svíþjóðarferðinni…
Read More
Fundur stjórnar í mars

Fundur stjórnar í mars

Uncategorized
Mætt eru: Ágúst, Elísabet, Gísli, Birna og PetaFimmtudagurinn 2. marsStaður: Brauð og co. LaugavegiFundur settur kl. 09:00 Síðasti viðburður var umræðufundur um utanlandsferð. Árni Guðmundsson er búinn að leggja mikla vinnu í skipulag námsferðar til Svíþjóðar og á skilið hrós fyrir. Ferðin verður 25. - 29. apríl. Næsta fræðsla er fræðsla og umræður um aðgengi að frístundastarfi sem Alexander Harðarson stýrir. Gísli hefur verið í sambandi við hann og er allt staðfest og frágengið nema staðsetning. Ágúst ætlar að hafa samband við háskólann um að fá lánaða stofu í Stakkahlíð. Utanlandsferð verður 25. - 29. apríl til Svíþjóðar. Heimsóttir verða fjölbreyttir staðir sem sinna frístundastarfi í Malmö og Gautaborg ásamt því að þátttakendur fá kynningu frá háskólanámi í tómstundafræðum. Næstu skref eru að útbúa auglýsingu til að kynna ferðina og…
Read More
Fundur stjórnar í febrúar

Fundur stjórnar í febrúar

Uncategorized
Mætt eru: Ágúst, Elísabet, Gísli og PetaFimmtudagurinn 2. febrúar Staður: Brauð og co. LaugavegiFundur settur kl. 09:00 Síðasta fræðsla gekk ekki nógu vel þar sem mjög fáir mættu. Rætt hvort efnið hafi mögulega ekki vakið áhuga, hvort betra hefði verið að fræðslan væri fókusuð á hatursorðræðu, viðbrögð við henni o.þ.h. Einnig gæti veðrið hafa verið áhrifavaldur. Næsti viðburður verður umræðufundur með félagsfólki um utanlandsferð. Fundurinn fer fram á Zoom. Beiðni um umsögn barst félaginu frá Reykjavíkurborg varðandi nýja aðgerðaráætlun gegn rasisma í skóla- og frístundastarfi. Peta tekur að sér að veita umsögn fyrir hönd stjórnar. Fundi slitið kl. 09:45
Read More
Yfirlýsing

Yfirlýsing

Uncategorized
Í ljósi umræðu og aðstæðna í samfélaginu um þessar mundir og fyrirætlanir Reykjavíkurborgar um niðurskurð á starfi félagsmiðstöðva sjáum við í stjórn Félags fagfólks í frístundaþjónustu (FFF) okkur knúin til að senda frá okkur eftirfarandi yfirlýsingu um stöðu mála. Félagsmiðstöðvar hafa löngu sannað gildi sitt frá því að þær fyrstu skutu upp kollinum hér á landi í þeirri mynd sem við þekkjum þær í dag, fyrir tæplega 50 árum síðan. Öll þekkjum við „íslenska módelið“ nokkuð vel þar sem náðist ótrúlegur árangur í þágu ungmenna í landinu með samstilltu átaki allra hlutaðeigandi aðila, sem við stærum okkur gjarnan af í alþjóðlegum samanburði. Í dag blasir hins vegar við okkur „nýr raunveruleiki“ eins og lögreglan hefur orðað það í fréttatilkynningum- og viðtölum síðustu misseri. Áhættuhegðun meðal ungmenna hefur aukist til muna…
Read More
Fundur stjórnar í desember

Fundur stjórnar í desember

Uncategorized
Mætt eru: Gísli, Elísabet, Ásgerður, Peta, Íris, Ágúst og BirnaFimmtudagur 1. desemberStaður: Brauð og Co. á LaugavegiFundur settur kl. 9:00 Síðasta fræðsla gekk vel og var góð mæting. Ábending barst frá gesti að gott hefði verið að stytta fyrirlesturinn/erindið sjálft og skapa þannig rými fyrir meiri umræður. Stjórn tekur þessa ábendingu til greina og hefur í huga við skipulag fræðsluerinda í framtíðinni. Næsti viðburður félagsins verður á föstudaginn 9. desember þar sem stjórn býður í jólaglögg og veitt verður viðurkenning fyrir fyrirmyndarverkefni tómstunda- og félagsmálafræðinnar. Skipulag gengur vel og verður viðburðurinn haldinn á KEX Hostel. Grein í fjölmiðla er í vinnslu og ætlar Ágúst að taka að sér að leggja lokahönd á hana og koma henni til skila. Dagskrá næsta árs er að taka á sig mynd og verður janúar…
Read More
Fundur stjórnar í nóvember

Fundur stjórnar í nóvember

Uncategorized
Mætt eru: Gísli, Elísabet, Ásgerður, Peta, Íris og BirnaFimmtudagur 3. nóvemberStaður: Brauð og Co. á LaugavegiFundur settur kl. 9:00 Næsta fræðsla er í höndum Ágústs og mun Peta sjá um veitingar. Elísabet fór á kynningu í október um styrki til félagasamtaka frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og sagði stjórn frá því helsta sem þar fór fram. Hægt er að sækja bæði um verkefnastyrki en einnig um rekstrarstyrk sem getur verið veittur til tveggja ára í senn. Stjórn felur Elísabetu og Petu að undribúa umsókn um rekstrarstyrk en umsóknarfrestur er 14. nóvember.Tómstundadagurinn er 25. nóvember og þarf að taka umræðu um hvort miðað verði við þá dagsetningu á næstu árum þegar félagið mun taka að sér skipulag dagsins.Íris mun taka við óskum frá stjórnarmönnum um ferðir til Færeyjar og Grænlands og verður…
Read More
Fundur stjórnar í október

Fundur stjórnar í október

Uncategorized
Mætt eru: Ágúst, Birna, Elísabet, Peta, Íris og GísliFimmtudagur 6. október 2022Staður: Brauð og Co. á LaugavegiFundur settur kl. 8:40 Verðlaun fyrir fyrirmyndarverkefni heldur áfram í samstarfi við FÍÆT og námsbrautina og taka Ágúst og Elísabet það að sér. Fræðsla næstu viku verður í Stakkahlíð og er Birna í sambandi við Trausta og Bjarna. Tómstundadagurinn er 24. nóvember og mun Ágúst vinna með Eygló fyrir hönd háskólans að finna þema og vinna að dagskrá. Félagatal þarf að fara yfir og uppfæra. Þá þarf einnig að endurskoða reglur félagsins og ætlar Gísli að byrja á því. Félagið fékk nýlega styrk frá vestnorræna höfuðborgarsjóðnum til að efla tengingu og samtal fagfólks í höfuðborgum Íslands, Grænlands og Færeyjum. Verkefnið heitir "Awareness and cohesion of professionals in leisure services" og verður framkvæmt á næsta…
Read More

Fundur stjórnar í september

Uncategorized
Mætt eru: Gísli, Ágúst, Peta og Íris.Fimmtudagur 8. septemberStaður: Kaffitár, BorgartúniFundur settur kl. 8:50 Utanlandsferð stjórnar var rædd og er fyrirhugað að fara til Tenerife í nóvember en tveir meðlimir stjórnar fóru þar á námskeið á síðasta starfsári fyrir hönd félagsins. Ferðin er hluti af styrk frá Erasmus+. Fræðsludagskrá er í vinnslu og búið er að setja niður lista af því sem boðið verður upp á og staðfesta nokkra. Haldið áfram að vinna í því á næstu dögum með það að markmiði að senda út dagskrá fljótlega. Námsferð í vor var rædd og skoðaðir möguleikar á áfangastöðum. Ákveðið að hefja undirbúning á samtali við félagsfólk um væntingar þeirra og óskir til ferðinnar. Ráðstefna í vor var einnig rædd og er áætlað að stjórn FFF haldi ráðstefnu undir nafninu Tómstundadagurinn og…
Read More
Fundur stjórnar í apríl

Fundur stjórnar í apríl

Uncategorized
Mættir eru: Gísli, Elísabet, Ágúst, Íris og Peta.Mánudagur 4. aprílFundur settur kl. 09:00Staður: Kaffitár, Nýbýlavegi Síðasta fræðsla var á Aflagranda þar sem við fengum kynningu á hugmyndafræði Samfélagshúsa og átaksverkefni frá Skagafirði í félagsstarfi eldri borgara. Tæknin truflaði okkur töluvert en það heppnaðist með góðri aðstoð Eyglóar og Árna Guðmunds. Þátttaka hefði mátt vera betri en fræðslan flott engu að síður. Næsta fræðsla er síðasti hlekkur hringferðarinnar. Farið verður á Dalvík þar sem Gísli heimamaður er að redda öllu fyrir okkur á staðnum. Peta átti að fara en kemst ekki vegna vinnu svo Elísabet ætlar að fara með Ágústi í staðinn. Undirbúningur aðalfundar. Salurinn í Holtinu var bókaður fyrir nokkru síðan og verður fundurinn haldinn þar. Boðið verður upp á léttar veitingar. Boðið verður upp á fræðslu fyrir aðalfundinn en…
Read More