
Fundur stjórnar í mars
Mætt eru: Ágúst, Elísabet, Gísli, Birna og PetaFimmtudagurinn 2. marsStaður: Brauð og co. LaugavegiFundur settur kl. 09:00 Síðasti viðburður var umræðufundur um utanlandsferð. Árni Guðmundsson er búinn að leggja mikla vinnu í skipulag námsferðar til Svíþjóðar og á skilið hrós fyrir. Ferðin verður 25. - 29. apríl. Næsta fræðsla er fræðsla og umræður um aðgengi að frístundastarfi sem Alexander Harðarson stýrir. Gísli hefur verið í sambandi við hann og er allt staðfest og frágengið nema staðsetning. Ágúst ætlar að hafa samband við háskólann um að fá lánaða stofu í Stakkahlíð. Utanlandsferð verður 25. - 29. apríl til Svíþjóðar. Heimsóttir verða fjölbreyttir staðir sem sinna frístundastarfi í Malmö og Gautaborg ásamt því að þátttakendur fá kynningu frá háskólanámi í tómstundafræðum. Næstu skref eru að útbúa auglýsingu til að kynna ferðina og…