Fundur stjórnar í mars

Mætt eru: Ágúst, Elísabet, Gísli, Birna og Peta
Fimmtudagurinn 2. mars
Staður: Brauð og co. Laugavegi
Fundur settur kl. 09:00

  1. Síðasti viðburður var umræðufundur um utanlandsferð. Árni Guðmundsson er búinn að leggja mikla vinnu í skipulag námsferðar til Svíþjóðar og á skilið hrós fyrir. Ferðin verður 25. – 29. apríl.
  2. Næsta fræðsla er fræðsla og umræður um aðgengi að frístundastarfi sem Alexander Harðarson stýrir. Gísli hefur verið í sambandi við hann og er allt staðfest og frágengið nema staðsetning. Ágúst ætlar að hafa samband við háskólann um að fá lánaða stofu í Stakkahlíð.
  3. Utanlandsferð verður 25. – 29. apríl til Svíþjóðar. Heimsóttir verða fjölbreyttir staðir sem sinna frístundastarfi í Malmö og Gautaborg ásamt því að þátttakendur fá kynningu frá háskólanámi í tómstundafræðum. Næstu skref eru að útbúa auglýsingu til að kynna ferðina og setja svo skráningu í loftið. Stefnt er á að skráning fari í loftið á hádegi föstudaginn 10. mars. Peta er ábyrgðarmaður fyrir utanlandsferðinni.
  4. Leikskólamál í Hafnarfirði hafa verið mikið til umræðu þar sem “faglegt frístundastarf” eigi að taka við yfir sumarið þegar háskólamenntað starfsfólk fer í sumarfrí. Þessi orðræða hefur vakið athygli meðal háskólamenntaðs fagfólks á vettvangi frístunda. Ágúst mun senda senda erindi til Hafnarfjarðarbæjar fyrir hönd stjórnar og benda á hvernig orðanotkun þeirra í yfirlýsingum birtist fagmenntuðu fólki á vettvangi frístunda.
  5. Lagabreytingar. Ágúst, Peta og Íris taka að sér að fara yfir lög félgsins með tilliti til lagabreytingatillagna á aðalfundi.
  6. Vegna utanlandsferðar þarf að færa aðalfund félagsins til 2. maí.
  7. Félagið fékk styrk frá Reykjavíkurborg að upphæð 200.000 kr. fyrir hádegisfræðslum þar sem helmingur verður greiddur út í upphafi verkefnisins og restin við skil skýrslu í lokin.

Fundi slitið kl. 09:50