Fundur stjórnar í apríl

Mætt eru: Ágúst, Gísli, Peta, Íris og Ásgerður.
Fimmtudagurinn 30. mars
Staður: Rafrænt á Zoom
Fundur settur kl. 08:30

  1. Síðasti viðburður gekk mjög vel, góð mæting og líflegar umræður sköpuðust um aðgengismál í frístundastarfi. Alexander Harðarson var með kveikju í upphafi og stýrði umræðum í kjölfarið. Viðburðurinn var haldinn í Stakkahlíð.
  2. Næsti viðburður er hringferðin sem er á dagskrá 14. apríl. Íris og Ásgerður ætla að fara fyrir hönd félagsins. Íris hefur samband við tengiliði annars vegar í Vestmannaeyjum og hins vegar á Ísafirði til að athuga hvort þau geti tekið á móti okkur.
  3. Svíþjóðarferðin er í lok apríl og eru 12 manns skráðir. Fundur verður haldinn með Árna Guðmunds að þessum fundi loknum þar sem farið verður nánar í smáatriði sem snúa að ferðinni.
  4. Aðalfundur félagsins fer fram 2. maí að Svíþjóðarferðinni lokinni. Boða verður til fundarins í síðasta lagi 18. apríl svo hann teljist löglega boðaður. Kalla verður einnig eftir framboðum til stjórnar. Ágúst ætlar að bjóða sig fram til áframhaldandi setu sem formaður. Kallaður verður saman annar fundur til að skipuleggja aðalfundinn betur.

Fundi slitið kl. 09:00.