Fundur stjórnar í nóvember

Mætt eru: Gísli, Elísabet, Ásgerður, Peta, Íris og Birna
Fimmtudagur 3. nóvember
Staður: Brauð og Co. á Laugavegi
Fundur settur kl. 9:00

  1. Næsta fræðsla er í höndum Ágústs og mun Peta sjá um veitingar.
  2. Elísabet fór á kynningu í október um styrki til félagasamtaka frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og sagði stjórn frá því helsta sem þar fór fram. Hægt er að sækja bæði um verkefnastyrki en einnig um rekstrarstyrk sem getur verið veittur til tveggja ára í senn. Stjórn felur Elísabetu og Petu að undribúa umsókn um rekstrarstyrk en umsóknarfrestur er 14. nóvember.
  3. Tómstundadagurinn er 25. nóvember og þarf að taka umræðu um hvort miðað verði við þá dagsetningu á næstu árum þegar félagið mun taka að sér skipulag dagsins.
  4. Íris mun taka við óskum frá stjórnarmönnum um ferðir til Færeyjar og Grænlands og verður dregið um hver fer í hvaða ferð.

Fundu slitið 9:40