Fundur stjórnar í október

Mætt eru: Ágúst, Birna, Elísabet, Peta, Íris og Gísli
Fimmtudagur 6. október 2022
Staður: Brauð og Co. á Laugavegi
Fundur settur kl. 8:40

  1. Verðlaun fyrir fyrirmyndarverkefni heldur áfram í samstarfi við FÍÆT og námsbrautina og taka Ágúst og Elísabet það að sér.
  2. Fræðsla næstu viku verður í Stakkahlíð og er Birna í sambandi við Trausta og Bjarna.
  3. Tómstundadagurinn er 24. nóvember og mun Ágúst vinna með Eygló fyrir hönd háskólans að finna þema og vinna að dagskrá.
  4. Félagatal þarf að fara yfir og uppfæra. Þá þarf einnig að endurskoða reglur félagsins og ætlar Gísli að byrja á því.
  5. Félagið fékk nýlega styrk frá vestnorræna höfuðborgarsjóðnum til að efla tengingu og samtal fagfólks í höfuðborgum Íslands, Grænlands og Færeyjum. Verkefnið heitir “Awareness and cohesion of professionals in leisure services” og verður framkvæmt á næsta ári.
  6. Stjórnarferð frestast um ´´oákveðinn tíma vegna misskilnings um hvernig styrkaðild Erasmus+ virkar.

Fundi slitið kl. 9:45