
Fundargerð aðalfundar 2023
Kex Hostel, ReykjavíkÞriðjudagurinn 2. maíFundarstjóri: Eygló RúnarsdóttirFundarritari: Gísli Felix Ragnarsson Skýrsla stjórnar Gjaldkeri og varaformaður kynna skýrslu stjórnar. Yfir veturinn voru haldnar 8 fræðslur en ein féll niður vegna dræmrar skráningar. Haldið var áfram með hringferð sem gekk ekki nógu vel en verður haldið áfram næsta starfsár. Veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi lokaverkefni og farin var vel heppnuð fræðsluferð til Malmö og Gautaborgar sem var styrkt af Erasmus+, en félagið er komið í áskrift að styrkjum á vegum áætlunarinnar. Skýrslur hópa og nefnda Ferðanefnd var skipuð á starfsárinu sem náði ekki flugi og endaði með að gjaldkeri félagsins tók að sér skipulag vel heppnaðrar fræðsluferðar.Félagið er með fulltrúa í Náum áttum hópnum og felur það starf í sér þátttöku í skipulagi og framkvæmd mánaðarlegra fræðsluerinda.Félagið hefur fulltrúa í valnefnd hvatningarverðlauna…