
Fundur stjórnar í nóvember
Miðvikudagurinn 4. nóvember 2020Mættir: Ágúst, Íris, Peta, Elísabet, Birna, GísliFundur settur kl. 10:30 Málefni Frítímans. Eygló Rúnarsdóttir kom inn á fundinn og ræddi um fyrirkomulag Frítímans, veftímarits fagfélagsins en hún hefur verið með þann miðil á sínum herðum síðustu ár. Upphaflega hugmyndin með miðlinum var að skipuð yrði ritnefnd sem myndi sjá um síðuna, lesa yfir og skrifa efni ásamt því að skila árlegum pistli um störf nefndarinnar. Eygló er tilbúin til að halda þessari vinnu áfram með þessari nefnd endurvakinni. Stjórn stingur upp á að FFF gæti sótt um styrk til að endurvekja miðilinn og nefndina og gefa þessum miðli meira vægi í störfum fagfélagsins.Staðan á dreifingu plakata. Plakötin eru komin til skila frá félaginu í öll sveitarfélög og Íris stingur upp á að skrifuð verði frétt inn á…