Fundur stjórnar í október

Miðvikudagurinn 7. október 2020
Mættir: Ágúst, Íris, Peta, Elísabet og Birna.
Fundur settur kl. 11:30

 1. Staðan á plakötum
  Fyrsta prentun kláraðist og eru þau plaköt að mestu komin til skila. Við þurftum því að prenta fleiri og eiga þau að vera tilbúin til dreifingar fyrir helgi.
 2. Dagskrá vetrarins
  Fræðslumál ganga vel. Við keyptum eins árs áskrift að Zoom forritinu sem við munum nýta í fræðslurnar. Höldum áfram að nota það þótt Covid-19 ástandinu ljúki. Þannig getum við boðið öllum óháð aðstæðum og búsetu að fylgjast með fræðslum fagfélagsins og sjá allt það frábæra starf sem verið er að vinna á vettvangi. Forritið virkar líka mjög vel m.t.t. upptökumöguleika og þannig getum við safnað saman fræðslunum og deilt þeim á netinu.
 3. Samstarfsverkefni með Samfés
  Stjórn samþykkir að Ágúst og Íris haldi áfram viðræðum við Samfés vegna hugsanlegs samstarfsverkefnis.
 4. Samstarfsverkefni með FÍÆT
  Íris er í viðræðum við FÍÆT um aukið samstarf félagana á milli og kynnir stjórn stöðu mála eftir því sem verkefnið þróast.
 5. Heimasíða félagsins
  Allur texti ætti að hafa verið uppfærður en allir stjórnarmeðlimir eru beðnir um að lesa yfir síðuna til að tryggja að ekkert gleymist. Ef einhverjar villur finnast á að láta Gísla vita og hann lagar þær.
 6. Félagsgjöld
  Peta segir að þau verði send út á næstu dögum en bankinn er að vinna í að lagfæra smávægilega villu sem kom upp og sendir þau svo frá sér.
 7. Hlutverk stjórnarmeðlima.
  Búið er að vinna skjal þar sem búið er að skipta hlutverkum og ábyrgð á milli stjórnarmeðlima sem allir í stjórn eiga að skoða og koma með athugasemdir og ábendingar ef einhverju þarf að breyta.