Fundargerð 26. ágúst 2013

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Mættir: Hulda, Guðrún, Bjarki og Ari. Heimasíðumál - Ari fer yfir stöðuna á heimasíðunni. Myndir á heimasíðu - félaginu vantar myndir úr starfinu. Guðrún sendir beiðni til forstöðumanna frístundamiðstöðva SFS og Hulda sendir á Samfés.Senda póst á félagsmenn - óska þarf eftir hugmyndum og væntingum félagsmanna til nýrrar heimasíðu. Stjórn verður að gera eina frétt eftir hvern fund. Greinargerð vegna styrks frá menntamálaráðuneytinu - Hulda fer yfir stöðuna. Tilkoma styrkisins er vegna Kompás námskeiða á vegum félagsins. Lokagreiðsla styrksins er greidd eftir að greinargerð er skilað og samþykkt af ráðuneytinu. Búið er að samþykkja greinargerðina. Hulda fylgir þessu eftir þar til greiðsla berst. Samstarf við æskulýðsvettvanginn vegna Kompásnámskeiðs. Hulda heyrir í Elísabet og athuga hvort hún vilji áfram vera tengiliður. Bréf til Fjallabyggðar - Hulda sendir tölvupóst á Gísla til…
Read More

Íslenskar æskulýðsrannsóknir 2013

Fréttir, Uncategorized
Ráðstefnan íslenskar æskulýðsrannsóknir 2013 fer fram þann 29. nóvember 2013 í MVS v/ Stakkahlíð. Að ráðstefnunni standa Tómstunda- og félagsmálafræðibraut MVS Háskóla Íslands, Æskulýðsráð, Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri og Ráðgjafanefnd um æskulýðsrannsóknir. Aðrir samstarfsaðilar eru: Félag fagfólks í frítímaþjónustu FFF og Rannsóknarstofa í Bernsku- og æskulýðsfræðum BÆR. Opið er fyrir umsóknir um að flytja erindi á ráðstefnunni og lýsa aðstandendur ráðstefnunnar eftir erindum og veggspjöldum. Skilafrestur er til 21.október. Gert er ráð fyrir að hvert erindi taki 15. mín. Þeir aðilar sem óska eftir að flytja erindi þurfa að senda ágrip 150 orð og þeir sem óska eftir að kynna veggspjöld senda stutta kynningu á netfangið [email protected] Meðal efnis má nefna: - Æskulýðsmenning – Framtíðaráform - Erlendur uppruni – Íþróttir og hreyfing - Ungt fólk í dreifbýli – Lífshlaup ungs fólks - Heilsa…
Read More

Fundargerð aðalfundur 15. maí 2013

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Aðalfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu (FFF) 15. maí 2013 kl. 17:00 Staðsetning: Happ, Austurstræti Mættir: Guðrún Björk Freysteinsdóttir, Hulda Valdís Valdimarsdóttir, Hrafnhildur Gísladóttir, Elísabet Pétursdóttir, Helgi Jónsson, Bjarki Sigurjónsson , Guðmundur Ari Sigurjónsson, Eygló Rúnardóttir, Steingerður Kristjánsdóttir, Árni Guðmundsson, Þorvaldur Guðjónsson, Þóra Melsted, Margrét Sigurðardóttir, Soffía Pálsdóttir. Steingerður Kristjánsdóttir kosin fundarstjóri, þess má geta að hún er fyrsti formaður félagsins. 1.     Skýrsla stjórnar 2.     Skýrslur hópa og nefnda Hulda Valdís flytur dagskrárliði 1 og 2 saman í einni skýrslu. Síðasti aðalfundur var þann 15. maí 2012. Haldnir voru tíu fundir stjórnar og einn fundur þar sem unnið var að starfsáætlun. Stofnuð var fræðsluefnd þar sem Eygló Rúnarsdóttir og Jakob Frímann sátu ásamt fulltrúa stjórnar - megintilgangurinn var að koma með tillögur að fræðslu fyrir félagsmenn. Unnin var fræðsluáætlun. Framtíðarvangaveltur nefndarinnar…
Read More

Skýrsla stjórnar Félags fagfólks í frítímaþjónustu starfsárið 2012-2013

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Skýrsla stjórnar Félags fagfólks í frítímaþjónustu starfsárið 2012-2013 Á aðalfundi félagsins þann 15. maí 2012  var ný stjórn kosin. Hulda Valdís Valdimarsdóttir, þáverandi formaður, gaf kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður og var sjálfkjörin. Guðrún Björk Freysteinsdóttir og Helgi Jónsson. sem höfðu bæði setið í stjórn sl. stjórnarár, gáfu aftur kost á sér og voru kosin til tveggja ára. Hrafnhildur Gísladóttir og Elísabet Pétursdóttir sátu sitt seinna ár í stjórn en þær höfðu verið kosnar til tveggja ára á aðalfundi félagsins 2011. Í varastjórn félagsins voru kosnir þeir Bryngeir Arnar Bryngeirsson og Björn Finnsson. Skoðunarmenn reikninga voru kosnir þeir Árni Guðmundsson og Ólafur Þór Ólafsson. Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar var haldinn 3. september en samkvæmt lögum félagsins skal stjórn félagsins skipuð formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda og…
Read More

Ný heimasíða!

Fréttir, Uncategorized
Á síðastliðnum aðalfundi var samþykkt að farið væri í að útbúa nýja heimasíðu fyrir Fagfélagið. Ný stjórn fór í málið í á fyrsta fundi sínum og var hönnun nýrrar heimasíðu sett í hendur Guðmundar Ara Sigurjónssonar. Nýja heimasíðan á að vera einföld og þægileg í notkun þar sem auðvelt er að finna þær upplýsingar sem meðlimir félagsins ásamt öðrum vilja nálgast. Á síðunni birtast fréttir úr starfinu, skýrslur og fundargerðir stjórnar ásamt almennum upplýsingum um félagið. Einnig hefur verið sett upp einfalt skráningarform efst á síðuna þar sem hægt er að sækja um aðild að félaginu. Ef þú hefur ábendingar varðandi sniðugt efni á síðuna eða vilt skrifa inn grein fyrir síðuna hvetjum við þig til að senda póst á [email protected].  
Read More

Fundur stjórnar 3. júní 2013

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
FFF-fundur 3. júní 2013 Mættir: Hulda, Guðmundur Ari, Bjarki og Helgi. Elísabet og Guðrún forfallaðar. Nýir í stjórn: Bjarki, Guðmundur Ari og Nilsína eru ný í stjórn. Velkomin! Aðgangur að gögnum: Nýliðar þurfa að fá aðgang að gögnum félagsins sem vistuð eru á drop-boxi. Helgi til aðstoðar með það. Fundatími: Þarf að taka málið upp í haust þegar vinnutími allra er orðin ljós en fundir boðaðir á sama tíma og verið hefur þar til annað kemur í ljós. Kompás-samantekt: Nú ættu allir reikningar að hafa skilað sér og því hægt að taka allan kostnað saman. Helgi gerir það og verður í sambandi við Huldu varðandi þetta. Hulda vinnur greinargerð í samráði við Elísabetu til að skila inn vegna styrkjar en fyrir liggur hugmynd um að fara í samstarf við Æskulýðsvettvanginn með námskeið/vinnustofur næsta vetur. Heimasíðumál:…
Read More

Aðalfundur FFF 2013

Fréttir, Uncategorized
[caption id="attachment_395" align="alignright" width="240"] Nýkjörin stjórn (á myndina vantar Nilsínu Larsen)[/caption] Miðvikudaginn 15 maí síðastliðinn hélt Félag Fagfólks í Frítímaþjónustu aðalfund sinn á veitingastaðnum Happ í Austurstræti. Fundurinn var vel sóttur og var á nægu að taka enda viðburðaríkt ár að baki. Ásamt öðrum aðalfundarstörfum var ný stjórn félagsins kosin en hana skipa: Hulda Valdís Valdimarsdóttir, formaður Elísabet Pétursdóttir, varaformaður Helgi Jónsson, gjaldkeri Guðrún Björk Freysteinsdóttir,ritari Bjarki Sigurjónsson,meðstjórnandi Guðmundur Ari Sigurjónsson,varastjórn Nilla Einarsdóttir, varastjórn Skýrslu stjórnar FFF fyrir starfsárið 2013-2013 má nálgast hér á síðunni undir "Skýrslur og fundargerðir" og einnig hér fyrir neðan. Árið var viðburðarríkt  og skýrslan vel unnin. Í skýrslunni er farið yfir starfsárið, fundi stjórnar og þau verkefni sem unnin voru á árinu. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um: Fræðslumál Kompás/Compasito Samstarf Almennt kynningarstarf Lokaorð frá formanni…
Read More

Fundur stjórnar 8. apríl 2013

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
FFF 8. apríl 2013 Mættir: Hulda Valdís, Elísabet Pétursdóttir og Guðrún Björk. 1. Kompás vinnustofa 18. apríl. Ákveðið er að færa vinnustofuna til 23. apríl kl. 15-18 og Elísabet ætlar að athuga hvort Hitt húsið sé laust. Kostnaður er 1000 krónur á haus og eru léttar veitingar innifaldar. Athuga þarf fjárhagslegt svigrúm FFF vegna Kompás og athuga með bókakaup. 2. Reynslumiðað nám Hulda fór á námskeiðið og var það mjög skemmtilegt og gekk vel. Fólk vill meira af þessu og almenn ánægja var með námskeiðið. Björn sem sá um námskeiðið er kominn með hugmynd að öðru námskeiði þar sem fókusinn er settur á þig sem leiðbeinanda. Námskeiðið var fullt. 3. Fræðslunefnd Fundur 7. mars s.l. Hugmynd um að koma á tengingu við meistaranám í tómstundafræðum frá og með næsta hausti, þarf að skoða…
Read More

Fundur stjórnar 4. mars 2013

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Fagfélag fólks í frítímaþjónustu Stjórnarfundur 4. mars 2013 Mættir: Hulda, Hrafnhildur, Elísabet og Guðrún. 1. Kompás – námskeið Umræður um síðasta námskeið og punktar varðandi framhaldið. Betra að vera í Gufunesbæ en í HÍ, betra umhverfi fyrir þessa fræðslu. Hefði þuft að koma nemunum betur inn í málin. Umræður. 33 voru á námskeiðinu en Pétur miðar við að ekki séu fleiri en 25 á hverju námskeiði. Spurning um að gera kröfu um að þátttakendur hafi lesið fyrstu 20 blaðsíðurnar áður en farið er á námskeiðið. EP er með listann og netföng, Hulda tekur það og sendir á Helga til innheimtu. EP er búin að senda í síðustu viku á Helga vegna útlagðs kostnaðar í tengslum við Kompás á Akranesi í en hefur ekkert heyrt í honum. Félagið kaupir gögn af Pétri…
Read More

Starfsdagur stjórnar 2. nóvember 2012

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Félag fagfólks  í frítímaþjónustu Starfsdagur 2. nóvember kl. 9-12 Mættir: Hulda, Guðrún, Elísabet og Helgi Hrafnhildur boðaði forföll Fræðslunefnd - fundaði 23. október Farið var yfir erindisbréfið og markmiðin. Kynna á sér stofnun íðorðanefndar. Farið á fund með ráðgjafa uppi í HÍ. Hvað getum við gert í vetur? Hvað getum við gert til framtíðar? Hluti af námskeiðum í tómstunda- og félagsmálafræði opin félagsmönnum FFF.  Verið að skoða hvaða námskeið það verða og dagsetningar. Reynslunám, spurning um að halda dagsnámskeið þar sem fjallað er um  reynslumiðað nám. Skila á áætlun 15. nóvember í stað 1. nóvember. Hulda setur fundargerð nefndarinnar á dropboxið. Kompás og Compasito  námskeið Námskeið á Akureyri í nóvember og á Akranesi í janúar. Umræða um hversu margir utan félags megi sækja Kompás námskeið en námskeiðin hafa verið opin…
Read More