Aðalfundur FFF 2013

Nýkjörin stjórn (á myndina vantar Nilsínu Larsen)
Nýkjörin stjórn (á myndina vantar Nilsínu Larsen)

Miðvikudaginn 15 maí síðastliðinn hélt Félag Fagfólks í Frítímaþjónustu aðalfund sinn á veitingastaðnum Happ í Austurstræti. Fundurinn var vel sóttur og var á nægu að taka enda viðburðaríkt ár að baki. Ásamt öðrum aðalfundarstörfum var ný stjórn félagsins kosin en hana skipa:

Hulda Valdís Valdimarsdóttir, formaður
Elísabet Pétursdóttir, varaformaður
Helgi Jónsson, gjaldkeri
Guðrún Björk Freysteinsdóttir,ritari
Bjarki Sigurjónsson,meðstjórnandi
Guðmundur Ari Sigurjónsson,varastjórn
Nilla Einarsdóttir, varastjórn

Skýrslu stjórnar FFF fyrir starfsárið 2013-2013 má nálgast hér á síðunni undir “Skýrslur og fundargerðir” og einnig hér fyrir neðan. Árið var viðburðarríkt  og skýrslan vel unnin. Í skýrslunni er farið yfir starfsárið, fundi stjórnar og þau verkefni sem unnin voru á árinu. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um:

  • Fræðslumál
  • Kompás/Compasito
  • Samstarf
  • Almennt kynningarstarf
  • Lokaorð frá formanni

Skýrsla stjórnar FFF 2012-2013 í heild sinni.