Fundur stjórnar 8. apríl 2013

FFF 8. apríl 2013

Mættir: Hulda Valdís, Elísabet Pétursdóttir og Guðrún Björk.

1. Kompás vinnustofa 18. apríl.
Ákveðið er að færa vinnustofuna til 23. apríl kl. 15-18 og Elísabet ætlar að athuga hvort Hitt húsið sé laust. Kostnaður er 1000 krónur á haus og eru léttar veitingar innifaldar. Athuga þarf fjárhagslegt svigrúm FFF vegna Kompás og athuga með bókakaup.

2. Reynslumiðað nám
Hulda fór á námskeiðið og var það mjög skemmtilegt og gekk vel. Fólk vill meira af þessu og almenn ánægja var með námskeiðið. Björn sem sá um námskeiðið er kominn með hugmynd að öðru námskeiði þar sem fókusinn er settur á þig sem leiðbeinanda. Námskeiðið var fullt.

3. Fræðslunefnd
Fundur 7. mars s.l. Hugmynd um að koma á tengingu við meistaranám í tómstundafræðum frá og með næsta hausti, þarf að skoða útfærslu á því. Hámarkskostnaður sem fagfélagið tekur á sig vegna námskeiðið „Félagsmála hvað?“ eru 30 þúsund krónur sem renna í námsefnisgerð. Fólk borgar 10 þúsund krónur sjálft á haus ef það eru félagar annars 15 þúsund. Námskeiðið er 16. og 18. apríl n.k. og er Árni Guðmundsson með það.

4. Hádegisverðarfundur í apríl.
Vegna anna verður að fresta honum fram í lok maí. Nánar rætt síðar.

5. Hvatningarverðlaun SFS
Hulda situr í nefndinni sem fulltrúi félagsins vegna úthlutunar verðlaunanna.

6. Umsóknir í félagið
Ásta Lára Jónsdóttir – umsókn samþykkt vegna starfsreynslu.
Tinni Kári Jóhannessson – umsókn samþykkt vegna starfsreynslu.
Andrea Marel Þorsteinsdóttir – umsókn samþykkt vegna starfsreynslu og menntunar.
Erla Bára Ragnarsdóttir – umsókn samþykkt vegna starfsreynslu og menntunar.
Elva Hrund Þórisdóttir – umsókn samþykkt vegna menntunar.

Þess að auki var komin beiðni um að ganga í FFF-hópinn á facebook en allir þar verða að vera félagar til þess að fá samþykki og verður viðkomandi bent á það.

7. Lagabreytingartillaga
Bryngeir sendi inn lagabreytingartillögu fyrir hönd stjórnar. Umræður. Stjórn styður tillögu Bryngeirs sem barst, spurning um lítilsháttar orðalagsbreytingar. Stjórnarmenn eru beðnir um að lesa yfir lögin og koma með athugasemdir.

8. Skýrslur/umsagnir fyrir aðalfund þurfa að berast fyrir 1. maí

  • Kompás
  • Fræðslunefnd
  • N8
  • Þróunarsjóður SFS
  • Hvatningarverðlaun SFS
  • Áheyrnarfulltrúi í SFS ráðinu

Hulda óskar eftir upplýsingum frá tengiliðum.

9. Æskulýðsvettvangurinn
Elísabet fór og hitti Ragnheiði hjá Æskulýðsvettvanginum. Þau hafa áhuga á að vera með í vinnustofunni um Kompás. Umræður. Bætt verður inn texta á auglýsinguna um að þetta sé samvinnuverkefni.

10. Stjórn FFF
Umræður um endurnýjun í stjórn.

11. Sumarglaðningur
Guðrún ætlar að athuga með skemmtilegan sumarglaðning fyrir aðalfund.

12. Aukafundur
Stefnt er að hafa aukafund fyrir aðalfund þann 29. apríl n.k.kl.11:15.  Dagsetning til vara er 6. maí.

Fundi slitið kl. 12:45
Fundargerð ritar Guðrún Björk Freysteinsdóttir