Fundur stjórnar 3. júní 2013

FFF-fundur 3. júní 2013

Mættir:
Hulda, Guðmundur Ari, Bjarki og Helgi. Elísabet og Guðrún forfallaðar.

Nýir í stjórn:
Bjarki, Guðmundur Ari og Nilsína eru ný í stjórn. Velkomin!

Aðgangur að gögnum:
Nýliðar þurfa að fá aðgang að gögnum félagsins sem vistuð eru á drop-boxi. Helgi til aðstoðar með það.

Fundatími:
Þarf að taka málið upp í haust þegar vinnutími allra er orðin ljós en fundir boðaðir á sama tíma og verið hefur þar til annað kemur í ljós.

Kompás-samantekt:
Nú ættu allir reikningar að hafa skilað sér og því hægt að taka allan kostnað saman. Helgi gerir það og verður í sambandi við Huldu varðandi þetta. Hulda vinnur greinargerð í samráði við Elísabetu til að skila inn vegna styrkjar en fyrir liggur hugmynd um að fara í samstarf við Æskulýðsvettvanginn með námskeið/vinnustofur næsta vetur.

Heimasíðumál:
Var samþykkt á aðalfundi að breyta um hýsingaraðila á heimasíðu til að lækka kostnað og vinna einnig nýja heimasíðu fyrir félagið. Kostnaður við vinnslu á nýrri síðu verður fljótur að borga sig upp þar sem hýsingargjald mun lækka verulega við flutninginn. Guðmundur Ari tekur að sér að vinna í þessum málum.

Markaðsetning félagsins:
Þarf að fara í markvissa vinnu varðandi markaðssetningu. Einn liður í þeirri vinnu er ný og uppfærð heimasíða. Væri gaman ef hún gæti verið klár þegar starfið fer af stað í haust og hægt að kynna hana samhliða frekari markaðssetningu. Er að koma grein um FFF á vefmiðlinum

Frítíminn og áframsenda link á hana á félaga ásamt því að hvetja félaga til að gerast vinir FFF á facebook. Hulda sendir póst á félaga vegna þessa.

Dreifing verkefna:
Þau eru ansi mörg verkefnin sem félagið er þátttakandi í og því væri gott að gera yfirlit yfir þau og skoða í hvaða verkefni er hægt að virkja aðra en stjórnarmeðlimi í. Er nú þegar gert varðandi ákveðin verkefni en væri gott að skoða hvort hægt er að gera það með fleiri verkefni en nú er gert. Hulda listar þessu upp og svo skoðað betur í framhaldinu.

Vottun félaga:
Umræður um hvort félagið geti vottað sína félagsmenn með svipuðum hætti og gert er víða, t.d. í Ástralíu.

Næsti fundur verður líklega ekki fyrr en eftir miðjan ágúst eftir að allir eru komnir úr sumarfríi.

Fundi slitið kl. 12.30.
HVV ritaði fundargerð