Fundargerð 26. ágúst 2013

Mættir: Hulda, Guðrún, Bjarki og Ari.

  1. Heimasíðumál – Ari fer yfir stöðuna á heimasíðunni. Myndir á heimasíðu – félaginu vantar myndir úr starfinu. Guðrún sendir beiðni til forstöðumanna frístundamiðstöðva SFS og Hulda sendir á Samfés.Senda póst á félagsmenn – óska þarf eftir hugmyndum og væntingum félagsmanna til nýrrar heimasíðu. Stjórn verður að gera eina frétt eftir hvern fund.
  2. Greinargerð vegna styrks frá menntamálaráðuneytinu – Hulda fer yfir stöðuna. Tilkoma styrkisins er vegna Kompás námskeiða á vegum félagsins. Lokagreiðsla styrksins er greidd eftir að greinargerð er skilað og samþykkt af ráðuneytinu. Búið er að samþykkja greinargerðina. Hulda fylgir þessu eftir þar til greiðsla berst.
  3. Samstarf við æskulýðsvettvanginn vegna Kompásnámskeiðs. Hulda heyrir í Elísabet og athuga hvort hún vilji áfram vera tengiliður.
  4. Bréf til Fjallabyggðar – Hulda sendir tölvupóst á Gísla til að athuga stöðu mála. Engin viðbrögð hafa borist á frá Fjallabyggð.
  5. Íslenskar æskulýðsrannsóknir 29. nóvember 2013 – stjórn mun gera frétt um viðburðinn á heimasíðu.
  6. Uppfærsla félagatals – stjórn hefur fengið tilkynningu um félagsmann sem hefur brotið á siðareglum félagsins. Félagsmanni er vísað úr félaginu samkvæmt 9. gr. í siðareglum félagsins.
  7. Fræðslumál – óskað verður eftir áframhaldandi vinnuframlagi þeirra Jakobs og Eyglóar ásamt Huldu í vinnuhóp sem snýr að fræðslu. Kompás, reynslunám, samstarf við HÍ og hádegisfundur er meðal þess sem var gert síðasta starfsár. Komið er með tillögu um að brjóta hádegisfundina meira upp í smiðjur. Kynna verður fagfélagið í grunnfræðslu félagsmiðstöðva og einnig fyrir nemum í tómstunda- og félagsmálafræði.
  8. Kynningarbæklingurinn – GBF uppfærir texta og mun senda á Ara sem veitir bæklingum nýtt útlit í kjölfarið.
  9. Umsóknir í félagið. Fimm umsóknir bárust félaginu til úttektar og voru allar fimm samþykktar.
  10. Starfsdagur stjórnar – áætlað er að hafa starfsdag 11. október kl. 9-12. Guðrún Björk mun græja staðsetningu.

Næsti fundur stjórnar er þann 9. september n.k. kl. 11:15 á Amokka, borgartúni.

Fundargerð ritar Guðrún Björk Freysteinsdóttir.