Fundargerð stjórnar 13. október 2014

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Fagfélag fólks í frítímaþjónustu, fundur 13. október 2014 í Frostaskjóli kl. 13:00-14:00 Mættir: Guðmundur Ari, Hulda, Bjarki og Elísabet 1. Umsókn til EUF Umsókninni var skilað. Við hittumst tvisvar sinnum frá því að síðastu fundur stjórnar var haldinn og unnum að umsókninni. Stjórnin bíður spennt eftir svörum frá EUF. 2. Litli Kompás Nýbúið að halda námskeið sem var vel heppnað. Það voru um 20 manns sem sóttu námskeiðið að þessu sinni sem fram fór í Hlöðunni við Gufunesbæ fimmtudaginn 9. október kl. 13.00 – 17.00. Það kom fyrirspurn frá starfsfólki sem starfar í frístundaheimili um hvort að það væri möguleiki að halda námskeið fyrir hádegi svo að starfsfólk frístundaheimilia komist á fræðslu. Elísabet kemur því í kring. 3. Íslenskar æskulýðsrannsóknir Var færð til 24. nóvember. Félag fagfólks í frítímaþjónustu tók…
Read More

Fundargerð stjórnar – 2. nóvember 2014

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Margrét kynnti heimsráðstefnu um tómstundastarf í Azerbijan sem hún sótti Upplifun hennar var hversu framalega við stöðndum. Við erum framalega í jafréttismálum.  Það þarf að skapa vettvang fyrir beina þátttöku ungmenna og ung fólks. Minnir á ráðstefnuna 24. nóvember. Eitt af þemunum er stefnumótun. Umræður um Landsþing Ungmennahús Guðmundur Ari sagði hvernig Landsþingið fór fram og hvernig gekk. Gaman að taka þátt í þessari mótun á þessu nýja starfi. Kynningar í sveitafélögum Umræður um stöðu kynningamála. Við erum með kynningu á Fagfélaginu í Kópavogi 1. Des milli 17 og 19. Amanda er okkar tengiliður. Reynslunámskeiði Tvö skipti af þremur eru búin og Hulda hefur setið þetta og séð um veitingar Einnig hefur Eygló mætt. Það er mikið rætt og miklar umræður skapast. Höfum fengið jákvæðar upplifanir og umsagnir um þetta…
Read More

Námskeið í að nota Litla Kompás

Fréttir, Uncategorized
Í tilefni af útgáfu bókarinnar Litli kompás, handbók um mannréttindamenntun fyrir börn á aldrinum 7 – 13 ára, stendur Æskulýðsvettvangurinn og Félag fagfólks í frítímaþjónustu með stuðningi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu fyrir fimm námskeiðum í notkun á bókinni. Litli kompás er handbók um mannréttindamenntun fyrir börn sem nýtist fagfólki í æskulýðsmálum og öllum þeim sem vinna með börnum. Í handbókinni er fjallað um lykilhugtök á sviði mannréttinda og réttinda barna. Kjarni bókarinnar er 40 fjölbreytt verkefni sem byggjast á virkum kennsluaðferðum og er ætlað að hvetja og örva áhuga og vitund barna um mannréttindi í eigin umhverfi. Verkefnin eiga ennfremur að þroska gagnrýna hugsun, ábyrgð og réttlætiskennd og stuðla að því að börn læri að grípa til aðgerða og leggja sitt af mörkum til hagsbóta fyrir samfélagið. Auk þess er…
Read More

Fjölmenni á fyrsta hádegisverðarfundi vetrarins

Fréttir, Uncategorized
Fyrsti hádegisverðarfundur FFF fór fram á Sólon þriðjudaginn 9. september sl. og var fundurinn sá fjölmennasti í langan tíma en yfir 50 manns sátu fundinn að þessu sinni. Gestur fundarins var Hrefna Guðmundsdóttir, MA í vinnusálfræði og jákvæðri sálfræði, og fjallaði hún um jákvæða sálfræði í frístundastarfi. Í máli sínu fór Hrefna yfir helstu þætti sem jákvæð sálfræði beinir sjónum að sem og rannsóknum á hamingjunni. Hún fjallaði m.a. um rannsóknir um fylgni ýmissa þátta við hamingju en það hefur m.a. komið í ljós að engin fylgni er milli hamingju og aldurs, kyns, menntunar eða gáfnafars en nokkur fylgni er milli hamingju og félagslífs og líkamlegrar heilsu og mikil fylgni við jákvæðni, þakklæti og að vera oft hrósað. Það kom einnig fram í máli Hrefnu að í Evrópu eru norðlægar…
Read More

Fundargerð stjórnar 1. september 2014

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Fagfélag fólks í frítímaþjónustu, Fundur 1. september 2014 í Selinu kl. 12:00-12:56 Mættir: Guðmundur Ari, Hulda, Bjarki, Heiðrún, Elísabet og Katrín 1. Veitingastefna Stjórnar FFF - Það kom upp fyrirspurn á síðasta aðalfundi Stjórnin um útlagðan kostnað í veitingar. - Stjórn tók upp umræðuna og sammældist um að eðlilegt væri að sá sem heldur fundinn leggi út fyrir veitingum og að félagið mundi endurgreiða honum. Fundir fara fram í hádeginu og eru stjórnarmenn að nýta frítíma sinn í fundina. Veitingar eiga þó að vera hóflegar. 2. Umsóknir um félagsaðild - Sigurleif Kristmannsdóttir - samþykkt er með tómstundafræðimenntun og starfsreynslu. - Unnur Ýr kristjánsdóttir samþykkt er með tómstundafræðimenntun   Alls eru 9 nýjir félagar skráðir á þessu starfsári og bjóðum við þá alal hjartanlega velkomna í            félagið.…
Read More

Jákvæð sálfræði í frístundastarfi

Fréttir, Uncategorized
Á fyrsta hádegisverðarfundi vetrarins sem verður haldinn þriðjudaginn 9. september nk. kl. 11:45 mun Hrefna Guðmundsdóttir, sálfræðingur, fjalla um jákvæða sálfræði í frístundastarfi. Hún mun gefa innsýn í jákvæða sálfræði og hvernig hana má nýta í frístundastarfi. Áhersla verður á að bera kennsl á jákvætt viðhorf, styrkleika og seiglu. Hrefna hefur áralanga reynslu af frístundastarfi hjá Reykjavíkurborg og hefur beint sjónum að mikilvægi þess að efla þátt jákvæðrar sálfræði í starfinu sem og annars staðar. Fundurinn verður haldinn á Kaffi Sólon, Bankastræti 7a í Reykjavík. Fyrirkomulag fundarins er með þeim hætti að Hrefna mun fyrst flytja sitt erindi sem hefst kl. 11: 45 og breyttur fundartími kemur í kjölfar óska frá félagsfólki. Í kjölfar erindisins verða umræður. Undir umræðum mun gestum fundarins verða boðið upp á súpu og brauð í tilefni af…
Read More

Spennandi ár framundan hjá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu

Fréttir, Uncategorized
[caption id="attachment_1772" align="alignright" width="214"] Guðmundur Ari - Formaður FFF[/caption] Nú þegar sumarið fer að líða undir lok og fólk mætir aftur til vinnu eftir sumarfrí þá fer starfsemi Félags fagfólks í frítímaþjónustu á fullt. Við í stjórn FFF ásamt nefndum höfum verið útbúa starfsáætlun fyrir veturinn og hefur hann sjaldan litið jafn vel út. Nú þegar er skráning hafin á námskeið fyrir leiðbeinendur í Reynslunámi en það er haldið í samstarfi við Áskorun ehf og má nálgast frekari upplýsingar hér en örfá sæti eru laus á þetta spennandi námskeið. Í vetur stefnir fagfélagið á að halda 2 hádegisfyrirlestra á önn en þeir hafa verið vel sóttir síðastliðin ár. Fagfélagið mun í samstarfi við Æskulýðsvettvanginn halda fimm námskeið í Litla Kompás víðsvegar um landið á haustönn. Einnig stefnum við á að halda fleiri…
Read More

Starfsdagur stjórnar 19. ágúst 2014

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Fagfélag fólks í frítímaþjónustu, starfsdagur 19. ágúst 2014 í á Kex Hostel kl. 09:00-12:25 Mættir: Guðmundur Ari, Hulda, Bjarki, Heiðrún, Elísabet og Katrín 1. Farið yfir verkefni sumarsins Sendar voru hamingjuóskir ásamt kynningarbréfi á alla nýútskrifaða tómstundafræðinga um fagfélagið. Nú þegar hafa 6 nýútskrifaðir tómstundafræðingar skráð sig í félagið. Hulda setti sig í samband við Erlend hjá Menntamálaráðuneytinu um fund með nýrri stjórn í september. Elísabet skoðaði möguleika á að senda einstakling á Kompás námskeið í Búdapest. Umsóknafrestur er 1. október og munum við hvetja félagsmenn til að sækja um svo hæfur kompás þjálfari sé innan raða fagfélagsins. Ari kynnti sér styrkjarmöguleika fyrir námsferð FFF til útlanda og kynnti styrkjamöguleika EUF sem mundu henta til að fjármagna verkefnið. 2. Fræðslunefnd Hulda greindi frá starfi fræðslunefndarinnar sem vinnur hörðum höndum við að útbúa fræðsluáætlun…
Read More

Starfsáætlun stjórnar 2014-2015

Fréttir, Starfsáætlun stjórnar, Uncategorized
Starfsáætlun stjórnar fyrir veturinn 2014/2015. Starfsáætlun þessi var útbúin á starfsdegi stjórnar þriðjudaginn 19. ágúst. Það má með sanni segja að það sé skemmtilegur vetur framundan! Fræðslumál Reynslunámsnámskeið Fimm litla kompás námskeið á haustönn Halda tvo hádegisfundi á önn Gera skráningu á námskeið gagnvirk Halda námskeið í samstarfi við Háskólann Skoða leiðir til að fjármagna æskulýðshandbók Markaðsmál Vera virk í markaðssetningu á félaginu og starfsemi þess Senda bréf á nýútskrifaða tómstundafræðinga og kynna félagið Kynna félagið fyrir nemum í tómstunda- og félagsmálafræði Halda kynningu á fagfélaginu í nágrannasveitarfélögum Kynna félagið á námskeiðum á vegum þess Uppfæra kynningarbækling og prent til að dreifa á námskeiðum Prenta kynningar veggspjald og senda á starfsstöðvar Fá 30 nýja félaga í félagið á starfsárinu Námsferð Setja okkur í samband við samstarfsaðila Skipuleggja fjölbreytta námsferð fyrir félaga í…
Read More

Leiðbeinandinn í reynslunámi – spennandi námskeið

Fréttir, Uncategorized
Nú fer að líða að haustverkunum og eitt af þeim er auðvitað að skoða spennandi námskeið fyrir veturinn. Eitt af þessum námskeiðum er Leiðbeinandinn í reynslunámi - hvar er hann? en það er Björn Vilhjálmsson reynslunámsgúrú sem mun leiðbeina á námskeiðinu. Hugmyndafræði reynslunáms nýtist vel á vettvangi frítímans og því er um að ræða hagnýtt námskeið sem ætti að nýtast vel í starfi - er alveg kjörið tækifæri til símenntunar. Námskeiðið er þrískipt, hálfur dagur í senn og verkefnavinna þess á milli. Allar nánari upplýsingar er að finna hér: Leiðbeinandinn í reynslunámi_námskeið
Read More