TÓMSTUNDA OG FÉLAGSMÁLAFRÆÐINGAR ÚTSKRIFAST

Fréttir, Uncategorized
Gaman er að segja frá því að síðastliðinn laugardag 24.júní útskrifaði Kennaraháskóli Íslands ellefu tómstunda og félagsmálafræðinga. Áður var búið að útskrifa þrjá tómstunda og félagsmálafræðinga árinu áður. Nú eru sem sagt fjórtán tómstunda og félagsmálafræðingar sem fengið hafa sína menntun hér á landi. Von er að enn bætist í hópinn við október útskrift Kennaraháskólans. Til hamingju með útskriftina og verið velkomin í hópinn.
Read More

Aðalfundur félags fagfólk í frítímaþjónustu 7. júní 2006

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Aðalfundur félags fagfólk í frítímaþjónustu, miðvikudaginn 7.júní 2006 að Borgartúni 28. Mættir: Hafsteinn Snæland, Gísli Árni, Árni Guðmundss, Óli litli, Kristinn, Nilla, Héðinn, Margrét, Steingerður, Eygló, Sóley, Soffía, Árni Jónsson, Fundarstjóri: Sóley Tómasdóttir Ritari: Nilla L. Einarsdóttir Dagskrá fundarins:       Skýrsla stjórnar       Reikningar félagsins       Starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta árs       Árgjald       Lagabreytingar og skipulag       Kosning stjórnar og varamanna       Kosning skoðunarmanna reikninga       Önnur mál       Opnun heimasíðu félags fagfólks í frítímaþjónustu Skýrsla stjórnar: Steingerður las upp skýrslu stjórnar. "Ágætu félagar. Það er mér bæði ljúft og skylt sem formanni að flytja ykkur skýrslu stjórnar. Okkar nýstofnaða félag fagfólks í frítímaþjónustu á að baki sitt fyrsta starfsár sem hefur verið að mati stjórnar afar lærdómsríkt og annasamt. Enn er félagið fremur lítið að vexti og eru í dag 35 félagsmenn. Frá 8. október 2005, eða…
Read More

ÁVARP STJÓRNAR

Fréttir, Uncategorized
Félag fagfólks í frítímaþjónustu (FFF)  var stofnað 28. maí árið 2005. Um markmið félagsins er hægt að lesa í lögum þess. Stjórn félags fagfólks í frítímaþjónustu er skipuð fólki með langa reynslu af frítímastarfí á vegum sveitarfélaga og starfa stjórnarmeðlimir í Kópavogi, Seltjarnarnesi og í Reykjavík. Stjórn félagsins tekur við ábendingum og fyrirspurnum um félagið. Félagsmenn um þessar mundir eru 35 talsins. Markmið stjórnarinnar fyrir næsta starfsár eru: Að félagsmönnum fjölgi í að minnsta kosti 70. Að setja okkur í samband og samvinnu við sambærileg fagfélög á Norðurlöndum. Að halda samstarfsfund í haust með stjórn FÍÆT, SAMFÉS. Að FFF fari út á landsbyggðina og kynni félagið fyrir bæjarstjórnum og starfsfólki í frítímaþjónustu viðkomandi staða. Stjórn félagsins vinnur starfsáætlun í sem er í samhljómi við markmið félagsins sem fram koma í lögum þess. Allar nánari upplýsingar veitir stjórnin fúslega í…
Read More

Aðalfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu 8.október 2005

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Aðalfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu 8.október 2005 Mættir: Héðinn Sveinjörnsson, Árni Guðmundsson, Hafsteinn Snæland, Margrét Sigurðardóttir, Nilsína Larsen Einarsdóttir, Arna Margrét Erlingsdóttir, Eygló Rúnarsdóttir, Andri Ómarsson, Anna Þorsteinsdóttir, Steingerður Kristinsdóttir, Melkorka Freysteinsdóttir, Lena Hákonarsdóttir, Kolbrún Pálsdóttir, Árni Jónsson. Samþykkir voru af hálfu fundarins: Fundarstjóri: Árni Guðmundsson Ritari: Nilsína Larsen Einarsdóttir Skýrsla stjórnar. Stjórn hefur fundað 5 sinnum síðan frá stofnun félagsins. 33 stofnfélagar voru í upphafi. Stjórn hefur kynnt sér samsvarandi félög í Norðurlöndum. 2 mál hafa borist stjórn varðandi kjaramál en ákveðið hefur verið að bægja þeim frá þar sem skýr stefna hefur ekki verið tekin með hvort að félagið eigi að vera stéttarfélag. Rætt var um hvort að þessi fundur sé löglegur þar sem að aðeins 13 af félögum eru mættir. Spurning um hvort að rétt sé að…
Read More

Fundur stjórnar 28. september 2005

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
4. fundur haldinn á Fríkirkjuvegi 11 þann 28. september 2005 Mættir: Margrét, Steingerður og Trausti.  Héðinn og Sóley upptekin.   Tekið fyrir eftirfarandi erindi frá Maríu Björk Ingvadóttur: Blessaður formaður góður ! Við vorum að ljúka stjórnarfundi í Samfés þar sem ég tók upp málefnið : Hvernig eru skipurit um félagsmiðstöðvar á Íslandi , hvar er starfsfólki þeirra raðað í launaflokka ?  Hversvegna er ekki til starfsmat hjá Samtökum sveitarfélaga um nema Frístundaleiðbeinanda 1  og frístundaleiðbeinanda 3 ?  Hvernig menntun og reynslu hefur  obbinn af starfsmönnum félagsmiðstöðva á landinu ? Í framhaldi af þessum umræðum var ég hvött til að koma þeim áleiðis til þín vegna fyrsta fundar hjá fagfélaginu. Mér datt í hug hvort ekki ætti að safna saman upplýsingum um þetta hjá Sveitarfélögum og þá væri gott að…
Read More

Fundur stjórnar 24. ágúst 2005

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
  Stjórn félags fagfólks í fríttímaþjónustu 3. fundur – 24. ágúst 2005 haldinn á Fríkirkjuvegi 11 kl. 16.30 Mætt: Steingerður, Margrét, Sóley og Trausti Staða frístundaheimila í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Vill félagið standa að ályktun? –Máli frestað þar til síðar á fundinum. Steingerður leggur fram plagg með þeim breytingartillögum sem fram komu á stofnfundi félagsins. Vangaveltur um 5. grein og 10. grein en Steingerður setur þær inn í plaggið. Aðalfundur. Héðinn hefur fengið sal Taflfélagsins í Kópavogi og Árni Guðmundsson hefur tekið að sér að vera fundarstjóri. Fundurinn verður laugardaginn 8. október kl. 13-16, hefst með aðalfundi og verður svo breytt í almennan félagsfund þar sem unnið verður að starfsáæltun og áherslupunktum félagsins. Ákveðið að fundarboð verði sent með tölvupósti á félaga, áhugasamt fólk og á helstu lista tengda félaginu,…
Read More

Fundur stjórnar 17. ágúst 2005

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
    Stjórn félags fagfólks í frítímaþjónustu 2. fundur – 17. ágúst 2005 haldinn á Fríkirkjuvegi 11 kl. 16.30 Mætt: Steingerður, Héðinn og Trausti. Aðalfundur félagsins í 8. október 2005-08-19 1.1.  Búið er að breyta lögunum með tilliti til athugasemda sem fram komu á stofnfundi. Steingerður tekur að sér að ljúka þeirri vinnu fyrir næsta fund. 1.2.  Héðinn ætlar að athuga betur með húsnæði fyrir aðalfundinn. 1.3.  Rætt um fundinn og kosningu í nefndir. Lagt til að fyrst verði aðalfundur með lagabreytingunum og síðan almennur félagsfundur í kjölfarið. Á almennum félagsfundi geti fundarmenn unnið með markmið félagsins og komið með tillögur að því hvernig hægt er að vinna að þessum markmiðum. 1.4.  Héðinn lagði fram félagatalið á tölvutæku formi 1.5.  Félagssgjald rætt. Ákveðið að fresta ákvörðun til næsta fundar stjórnar.…
Read More

Fundur stjórnar 8. ágúst 2005

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Stjórn félags fagfólks í frítímaþjónustu 1.    fundur – 8. ágúst 2005 haldinn á Fríkirkjuvegi 11 Mætt: Trausti, Steingerður, Héðinn og Sóley Aðalfundur félagsins í haust 1.1.  Tímasetning Laugardagur 8. október kl. 14.00-16.00 1.2.  Félagatal Héðinn pikkar það inn í Excel, þaðan má svo setja það annað ef vill. Hægt er að nota grunninn frá aðalfundi Samfés í vor. Prentum út stofnfélagaskrá og límum inn í fundargerðarbók. 1.3.  Öflun nýrra félaga Sendum út aðalfundarboð á félagaskrána og biðjum núverandi félaga að senda áfram á vænlega kandídata. Höfum svo inntöku nýrra félaga fyrsta mál á aðalfundi. 1.4.  Lagabreytingar Steingerður setur inn lagabreytingar frá stofnfundi og í framhaldi þurfum við að taka okkur tíma til að ákveða hvort og þá hvaða lagabreytingar við viljum leggja til. 1.5.  Nefndir Steingerður leggur til að stjórnarfólk…
Read More

Stofnfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu – FFF

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Stofnfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu - FFF Miðbergi, Reykjavík, 28. maí 2005 Dagskrá Skráning stofnfélaga Í upphafi fundar var fundarmönnum boðið að fylla út umsókn um aðild að FFF. Inngangur, setning fundar, kosning fundarstjóra og fundarritara Eygló Rúnarsdóttir bauð fundargesti velkomna og lagði til að Gísli Árni Eggertsson stýrði fundi og Andri Ómarsson ritaði fundargerð stofnfundarins. Það samþykkt með lófaklappi. Gísli Árni tók við stjórn fundarins. Alls eru 28 mættir. Kynning á starfi hópsins Sóley Tómasdóttir kynnti starf hópsins sem vann að undirbúningi og stofnun FFF. Fyrirspurnir – Hópurinn í heild sinni Guðbjörg, nemi í tómstundafræði við KHÍ, spurði um þá sem starfa með öldruðum og fötluðum í frítímanum. Þeir hafa að sjálfsögðu rétt til aðildar að félaginu en starfa hjá Félagsþjónustunni. Lögin kynnt og samþykkt Eygló Rúnarsdóttir kynnti lög…
Read More