Fundargerð stjórnar – 2. nóvember 2014

  1. Margrét kynnti heimsráðstefnu um tómstundastarf í Azerbijan sem hún sótti

Upplifun hennar var hversu framalega við stöðndum. Við erum framalega í jafréttismálum.  Það þarf að skapa vettvang fyrir beina þátttöku ungmenna og ung fólks.

Minnir á ráðstefnuna 24. nóvember. Eitt af þemunum er stefnumótun.

  1. Umræður um Landsþing Ungmennahús
    Guðmundur Ari sagði hvernig Landsþingið fór fram og hvernig gekk. Gaman að taka þátt í þessari mótun á þessu nýja starfi.
  1. Kynningar í sveitafélögum
    Umræður um stöðu kynningamála. Við erum með kynningu á Fagfélaginu í Kópavogi 1. Des milli 17 og 19. Amanda er okkar tengiliður.
  2. Reynslunámskeiði
    Tvö skipti af þremur eru búin og Hulda hefur setið þetta og séð um veitingar Einnig hefur Eygló mætt. Það er mikið rætt og miklar umræður skapast. Höfum fengið jákvæðar upplifanir og umsagnir um þetta námskeið. Það eru í heildina 12 einstaklingar. 
  1. Hádegisverðarfundi
    Það er fundur um miðjan nóvember. Hulda ætlar að tala við Eygló á morgun og að fá dagsetningar fyrir vorönnina
  1. Kompásnámskeið
    Áætlað er að vera með tvö námskeið í Reykjavík á næstunni sem fara fram fyrir hádegi til að mæta félagsmönnum sem starfa á frístundaheimilum. Dagsetningar verða ákveðnar síðar. Æskulýðsvettvangur samdi við námsgagnastofnun um afslátt af Litla kompás. Fagfélagið ætlar að óska eftir eintökum fyrir félagsmenn. Okkur langar að selja bækur ódýrt til félagsmanna.
  1. Gjaldkeraskipti
    Elísabet hefur samband við Helga til að taka við embættinu. 
  1. Markaðsmál
    Nóvember Katrín og Ari ætla að kíkja upp í Háskóla í Tómstundafræðina
    Katrín og Ari ætla að finna föstudag og bjóða félagsmenn í hitting. Þau ætla að reyna að fá sem flesta t.d. kennara úr háskólanum.
    Des heimsókn í Kópavoginn
  1. Æskulýðsráðstefnan
    Fagfélagið tók að sér að skapa góða stemmningu fyrir umræður eftir ráðstefnuna. Hugmyndir eru um veitingar og að athuga með tónlistaratriði. Bjarki tekur að sér að athuga með tónlistaratriði og Ari ætlar að athuga með fjármagn.