Fundargerð stjórnar – 2. nóvember 2014

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Margrét kynnti heimsráðstefnu um tómstundastarf í Azerbijan sem hún sótti Upplifun hennar var hversu framalega við stöðndum. Við erum framalega í jafréttismálum.  Það þarf að skapa vettvang fyrir beina þátttöku ungmenna og ung fólks. Minnir á ráðstefnuna 24. nóvember. Eitt af þemunum er stefnumótun. Umræður um Landsþing Ungmennahús Guðmundur Ari sagði hvernig Landsþingið fór fram og hvernig gekk. Gaman að taka þátt í þessari mótun á þessu nýja starfi. Kynningar í sveitafélögum Umræður um stöðu kynningamála. Við erum með kynningu á Fagfélaginu í Kópavogi 1. Des milli 17 og 19. Amanda er okkar tengiliður. Reynslunámskeiði Tvö skipti af þremur eru búin og Hulda hefur setið þetta og séð um veitingar Einnig hefur Eygló mætt. Það er mikið rætt og miklar umræður skapast. Höfum fengið jákvæðar upplifanir og umsagnir um þetta…
Read More

Fundargerð stjórnar 1. september 2014

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Fagfélag fólks í frítímaþjónustu, Fundur 1. september 2014 í Selinu kl. 12:00-12:56 Mættir: Guðmundur Ari, Hulda, Bjarki, Heiðrún, Elísabet og Katrín 1. Veitingastefna Stjórnar FFF - Það kom upp fyrirspurn á síðasta aðalfundi Stjórnin um útlagðan kostnað í veitingar. - Stjórn tók upp umræðuna og sammældist um að eðlilegt væri að sá sem heldur fundinn leggi út fyrir veitingum og að félagið mundi endurgreiða honum. Fundir fara fram í hádeginu og eru stjórnarmenn að nýta frítíma sinn í fundina. Veitingar eiga þó að vera hóflegar. 2. Umsóknir um félagsaðild - Sigurleif Kristmannsdóttir - samþykkt er með tómstundafræðimenntun og starfsreynslu. - Unnur Ýr kristjánsdóttir samþykkt er með tómstundafræðimenntun   Alls eru 9 nýjir félagar skráðir á þessu starfsári og bjóðum við þá alal hjartanlega velkomna í            félagið.…
Read More

Starfsdagur stjórnar 19. ágúst 2014

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Fagfélag fólks í frítímaþjónustu, starfsdagur 19. ágúst 2014 í á Kex Hostel kl. 09:00-12:25 Mættir: Guðmundur Ari, Hulda, Bjarki, Heiðrún, Elísabet og Katrín 1. Farið yfir verkefni sumarsins Sendar voru hamingjuóskir ásamt kynningarbréfi á alla nýútskrifaða tómstundafræðinga um fagfélagið. Nú þegar hafa 6 nýútskrifaðir tómstundafræðingar skráð sig í félagið. Hulda setti sig í samband við Erlend hjá Menntamálaráðuneytinu um fund með nýrri stjórn í september. Elísabet skoðaði möguleika á að senda einstakling á Kompás námskeið í Búdapest. Umsóknafrestur er 1. október og munum við hvetja félagsmenn til að sækja um svo hæfur kompás þjálfari sé innan raða fagfélagsins. Ari kynnti sér styrkjarmöguleika fyrir námsferð FFF til útlanda og kynnti styrkjamöguleika EUF sem mundu henta til að fjármagna verkefnið. 2. Fræðslunefnd Hulda greindi frá starfi fræðslunefndarinnar sem vinnur hörðum höndum við að útbúa fræðsluáætlun…
Read More

Fundargerð stjórnar 6. júní 2014

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Fagfélag fólks í frítímaþjónustu, 6. júní 2014 í Selinu kl. 12:00-13:00 Mættir: Guðmundur Ari, Hulda, Bjarki, Heiðrún, Elísabet og Katrín 1. Stjórn skiptir með sér hlutverkum Elísabet kjörinn gjaldkeri félagsins Bjarki kjörinn ritari félagsins 2. Farið yfir núverandi verkefni Farið var yfir helstu verkefni sem liggja fyrir nýrri stjórn. Hulda mun áfram vera tengiliður stjórnar við fræðslunefnd. Stefnt er að halda fræðslufund í haust sem gæti verið kynning á skýrslu um frístundastarf. 3. Umsóknir um félagsaðild Farið yfir umsóknir sem borist hafa félaginu. Katrín Vignisdóttir – samþykkt, er með tómstundafræðimenntun. Jóhann Páll Jónsson - samþykkt aukaaðild, er nemi í tómstunda- og félagsmálafræði. 4. Skipt með sér verkum yfir sumarið Samþykkt var að senda bréf á nýútskrifaða tómstundafræðinga, óska þeim til hamingju með áfangann, kynna fagfélagið og benda þeim á hvar þau geta skráð sig. Hulda…
Read More

Fundargerð aðalfundar FFF 2014

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Aðalfundur FFF 22. maí 2014 kl. 17:00 á Kaffi Sólon Stungið upp á Heiðrúnu Janusardóttur sem fundarstjóra - samþykkt. Stungið upp á Guðrúnu Björk sem fundarritara – samþykkt. Dagskrá aðalfundar: 1. Skýrsla stjórnar flutt af formanni félagsins Á aðalfundi félagsins þann 15. maí var ný stjórn kosin. Hulda Valdís Valdimarsdóttir, þáverandi formaður, gaf kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður og var sjálfkjörin. Guðrún Björk Freysteinsdóttir og Helgi Jónsson, sátu sitt seinna ár í stjórn en þau voru kosin í stjórn til tveggja ára á aðalfundi 2012 og voru því sjálfkrafa áfram í stjórn. Hrafnhildur Gísladóttir og Elísabet Pétursdóttir luku sínu seinna stjórnarári eftir að hafa verið kosnar til tveggja ára á aðalfundi 2011. Hrafnhildur bauð sig ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu en það gerði Elísabet og hlaut hún…
Read More

Fundargerð stjórnar 25. mars 2014

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Fundur 25. mars 2014 í Miðbergi kl. 12 Mættir: Hulda, Bjarki, Guðmundur Ari, Elísabet og Guðrún. 1. Farið yfir stöðu verkefna af síðasta fundi: Verkefni almennt í góðum farvegi. 2. Rukkun félagsgjalda: Málinu vísað til næta fundar þar sem Helgi er ekki á fundinum. 3. Aðalfundur Fagfélagsins: Verður líklegast fimmtudaginn 22. maí n.k. en  stjórn hefur 20. maí til vara. Tímasetningin verður sú sama og undanfarin ár eða kl. 17-19. Einnig væri gott ef fólk gæti haft lausan tíma eftir fundinn til að stefna á góða stund saman. Boða verður aðalfund með 30 daga fyrirvara og kynna verður lagabreytingar fyrir félagsmönnum með 2 vikna fyrirvara en senda á stjórn með 3 vikna fyrirvara. Stjórn þarf að auglýsa eftir framboðum til stjórnar. Send verður út gjöf til félagsmanna þar sem fundarboð aðalfundar…
Read More

Fundur stjórnar 11. febrúar 2014

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Fagfélag fólks í frítímaþjónustu, 11. febrúar 2014 í Frostaskjóli kl. 12:00-13:00 Mættir: Hulda, Bjarki, Ari og Guðrún. 1. Fræðslumál Endurskoða þarf form á skráningum á námskeið. Athuga hvort hægt er að hafa á heimasíðu í staðinn fyrri að skráð sem með tölvupósti. Umræður. Önnur tilraun verður gerð í haust með námskeiðið "leiðbeinandinn í reynslunámi". 2. Kompás Vantar leiðbeinendur til að vera með námskeið og því hugmyn að halda lengra námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að leiðbeina á styttri námskeiðum. Sspurning um að fara í samstarf við Æskylýðsvettvanginn varðandi það að flytja inn leiðbeinanda sem hefur tilskilin réttindi. Umræður um útfærslu. Hulda skoðar þetta betur með Elísabetu. 3. Vinnuhópur vegna samvinnu og markmiðasetningar FFF Funduðu í síðustu viku, Ari, Magga og Árni hittust. Bjarki er kominn inn í stað Magga sem hefur sagt…
Read More

Fundur stjórnar 14. janúar 2014

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Fagfélag fólks í frítímaþjónustu - 14. janúar 2014 Ársel kl. 12:00 Mættir: Hulda, Bjarki, Helgi, Guðrún og Ari. 1. Fræðslumál Umræða um námskeið á næstunni. Samstarf við HÍ er að koma vel út fyrir félagsmenn. 2. Litli kompás Búið að gefa út á íslensku og MMR með kynningu 31. jan. Beðið er eftir frekari upplýsingum. 3. Veggspjald Umræður um útfærslu og framkvæmd. Ertu fagmaður? gæti verið yfirskriftin. Bjarki heldur áfram þessari vinnu ásamt Ara. 4. Vinnuhópur vegna samvinnu og markmiðasetningar FFF Er fullmótaður með Ara, Margréti Sigurðardótta, Andrea Marel, Árni Guðmundsson, Magnús Sigurjón Guðmundsson og Jóhanna Aradóttir. Áætlaðir eru þrír fundir á næstu þremur vikum og planið er að að hittast og fara yfir hvað fólki finnst og kynna niðurstöðurnar á næsta aðalfundi.  Umræður. 5. Umsóknir Farið yfir umsóknir sem…
Read More

Fundur stjórnar 12. nóvember 2013

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Félag fagfólks í frítímaþjónustu, fundur 12. nóvember kl. 12 í Selinu Mættir: Guðmundur Ari, Hulda, Elísabet, Bjarki, Helgi og Guðrún Björk. Fundur í MMR - gekk vel, farið var yfir mörg mál. Litli Kompás er vinnuheitið á Compasito-útgáfa senm kemur út eftir áramót. Kynning á "Ekki meir" verkefninu, komin ný útgáfa af Verndum þau bókinni, "Ekki hata" er verkefni sem beint er geg hatursumræða á netmiðlum - Saft og fleiri með í því. Umræður um verkefnin framundan og styrkjamál. Rannís sér nú um öll styrkjamál Æskulýðsráðs. Fræðsluáætlun – búið er að vinna drög af fræðslunefnd. Fjögur stutt Kompásnámskeið, tvö önnur námskeið í samstarfi við HÍ (leiklist með börnum í frístundastarfi og viðburða- og verkefnastjórnun). Einnig er verið að skoða námskeið um reynslunám í samstarfi við Áskorun. Umræður. Bjarki og Ari komu með hugmynd um að færa kenningar…
Read More

Starfsdagur stjórnar 11. október 2013

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Mættir: Bjarki, Guðrún, Helgi og Hulda. Elísabet og Ari komu þegar liðið var á dagskrána. 1. Stefnumörkum í tóbaksvörum 3-5 mikilvægustu atriðin. Orðræðan þarf að vera um tóbaksvarnir en víða ennþá talað um reyklausa bekki o.s.frv. - tóbakslausir grunnskólar, félagsmiðstöðvar, íþróttafélög, æskulýðsstarf og frístundastarf. Ekki gleyma frístundastarfinu í stóra samhenginu. Einblína þarf á munntóbaksneyslu hjá ungu fólki sem hefur verið að aukast. Gras virðist vera meinlaust í umræðu á mörgum stöðum. 2. Kynningarbæklingurinn. Verðum að fá á öðru formi til að geta unnið í textanum. Helgi tekur að sér að klára málið. 3. Grein um fagmennsku. Stjórn fer drög að grein sem liggja fyrir og umræður um efnið og mögulegar breytingar. 4. Siðareglur/siðanefnd Umræður um siðanefnd og verklag ef upp kemur brot á siðareglum. Umræður um sveitafélögin í þessu samhengi. Umræða um siðferðileg álitamál í…
Read More