Fundur stjórnar 14. janúar 2014

Fagfélag fólks í frítímaþjónustu – 14. janúar 2014

Ársel kl. 12:00

Mættir: Hulda, Bjarki, Helgi, Guðrún og Ari.

1. Fræðslumál

Umræða um námskeið á næstunni. Samstarf við HÍ er að koma vel út fyrir félagsmenn.

2. Litli kompás

Búið að gefa út á íslensku og MMR með kynningu 31. jan. Beðið er eftir frekari upplýsingum.

3. Veggspjald

Umræður um útfærslu og framkvæmd. Ertu fagmaður? gæti verið yfirskriftin. Bjarki heldur áfram þessari vinnu ásamt Ara.

4. Vinnuhópur vegna samvinnu og markmiðasetningar FFF

Er fullmótaður með Ara, Margréti Sigurðardótta, Andrea Marel, Árni Guðmundsson, Magnús Sigurjón Guðmundsson og Jóhanna Aradóttir. Áætlaðir eru þrír fundir á næstu þremur vikum og planið er að að hittast og fara yfir hvað fólki finnst og kynna niðurstöðurnar á næsta aðalfundi.  Umræður.

5. Umsóknir

Farið yfir umsóknir sem borist hafa félaginu. Allar umsóknir samþykktar; Esther Ösp Valdimarsdóttir, Sigríður Theódóra Sigurðardóttir, Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir og Tinna Björk Helgadóttir.

6. Tillaga til þingsályktungar um löggjöf og starfsskrá félagsmiðstöðva

Á ráðstefnunni um íslenskar æskulýðsrannsóknir 2013 kom m.a. fram fram að í Bretlandi hafi opið starf í félagsmiðstöðvum hrunið þegar lagarammi var festur. Umræður. Fagfélagið sendir póst á þingmenn sem eru að vinna að þingsályktuninni og óskar er eftir aðkomu félagsins.

7. Efni heimasíðu

Ari er búin að tengja Frítímann við FFF-síðuna þannig að efnið flæðir að hluta til á milli.

 8. Önnur mál

Frítíminn – lén og hýsing – vantar 18.000 króna styrk til að halda áfram. Umræður um framtíð Frítímans. Ari og Bjarki fara yfir sína framtíðarsýn á verkefninu. Sótt verður um styrk til FFF um árs framlengingu á hýsingu léns.

Kynningarbæklingurinn – er í vinnslu en endurskoða þarf markmið á aðalfundi. Umræður. Beðið er með prentun.

Fundi slitið kl. 13.15