Fundargerð stjórnar 6. júní 2014

Fagfélag fólks í frítímaþjónustu, 6. júní 2014 í Selinu kl. 12:00-13:00

Mættir: Guðmundur Ari, Hulda, Bjarki, Heiðrún, Elísabet og Katrín

1. Stjórn skiptir með sér hlutverkum

Elísabet kjörinn gjaldkeri félagsins
Bjarki kjörinn ritari félagsins

2. Farið yfir núverandi verkefni

Farið var yfir helstu verkefni sem liggja fyrir nýrri stjórn. Hulda mun áfram vera tengiliður stjórnar við fræðslunefnd. Stefnt er að halda fræðslufund í haust sem gæti verið kynning á skýrslu um frístundastarf.

3. Umsóknir um félagsaðild

Farið yfir umsóknir sem borist hafa félaginu. Katrín Vignisdóttir – samþykkt, er með tómstundafræðimenntun. Jóhann Páll Jónsson – samþykkt aukaaðild, er nemi í tómstunda- og félagsmálafræði.

4. Skipt með sér verkum yfir sumarið

Samþykkt var að senda bréf á nýútskrifaða tómstundafræðinga, óska þeim til hamingju með áfangann, kynna fagfélagið og benda þeim á hvar þau geta skráð sig. Hulda og Ari tóku ábyrgð á þessu verkefni.

Hulda ætlar að setja sig í samband við Erlend hjá Menntamálaráðuneytinu og sækjast eftir fundi með nýrri stjórn.

Elísabet ætlar að skoða möguleika á að senda einstakling á Kompás námskeið í Búdapest með það að markmiði að þjálfa þjálfara til að halda Kompás námskeið fyrir hönd félagsins.

Ari ætlar svo að skoða möguleika á að fara í fræðsluferð erlendis vorið 2015.

Stjórn stefnir á að halda starfsdag þriðjudaginn 19. ágúst fyrir hádegi.

Fundi slitið kl. 13:00

Fundargerð ritar Guðmundur Ari