Fundur stjórnar 11. febrúar 2014

Fagfélag fólks í frítímaþjónustu, 11. febrúar 2014 í Frostaskjóli kl. 12:00-13:00

Mættir: Hulda, Bjarki, Ari og Guðrún.

1. Fræðslumál

Endurskoða þarf form á skráningum á námskeið. Athuga hvort hægt er að hafa á heimasíðu í staðinn fyrri að skráð sem með tölvupósti. Umræður. Önnur tilraun verður gerð í haust með námskeiðið “leiðbeinandinn í reynslunámi”.

2. Kompás

Vantar leiðbeinendur til að vera með námskeið og því hugmyn að halda lengra námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að leiðbeina á styttri námskeiðum. Sspurning um að fara í samstarf við Æskylýðsvettvanginn varðandi það að flytja inn leiðbeinanda sem hefur tilskilin réttindi. Umræður um útfærslu. Hulda skoðar þetta betur með Elísabetu.

3. Vinnuhópur vegna samvinnu og markmiðasetningar FFF

Funduðu í síðustu viku, Ari, Magga og Árni hittust. Bjarki er kominn inn í stað Magga sem hefur sagt sig úr þessu. Allir eru sammála um að endurskoða markmiðin. Áherslur fagfélagsins eru fræðslumál, þarf að skilgreina það enn frekar í markmiðum eða lögum. Inntökuskilyrðin voru líka rædd. Umræður.

4. Umsóknir um félagsaðild

Farið yfir umsóknir sem borist hafa félaginu. Hafsteinn Hrafn Grétarsson – samþykkt, er með uppeldismenntun og reynslu.

5. Efni heimasíðu

Setja inn frétt af námskeiðum. Ari segir frá verkefnastjónunarnámskeiðinu. Honum fannst námskeiðið mjög fínt og það var full kennslustofu og gekk mjög vel. Þarna fæddist ný hugmynd með að í öllum heimsóknum í námi tómstundafræðinnar væri hægt að auglýsa það sem heimsókn fyrir fagfélagið. Þetta er á hverju ári og ætti að vera einfalt í framkvæmd. Ari er búinn að senda fyrirspurn og Hulda fylgir því eftir.

6. Veggspjald

Bjarki renndi yfir textann og fannst þetta vera félagsmiðstöðvamiðað og er búinn að endurskoða það og verður það klárt fyrir næsta fund.

 Önnur mál

a. More than one story – Ari er að þýða spilið sem hefur mikið uppeldislegt gildi. Vantar styrktaraðila til að hafa logo á spilinu. Umræður um spilið. Hugmynd um að minna á aðalfund og senda félögum  spilastokk. Stjórn mun ræða möguleika á að komu FFF en Ari situr hjá á meðan.

b. Stéttarfélag tómstundafræðinga – Ekki enn tengt BHM svo vitað sé.

Fundi slitið kl. 13:00

Fundargerð ritar Guðrún