Fundur stjórnar 12. nóvember 2013

Félag fagfólks í frítímaþjónustu, fundur 12. nóvember kl. 12 í Selinu

Mættir: Guðmundur Ari, Hulda, Elísabet, Bjarki, Helgi og Guðrún Björk.

Fundur í MMR – gekk vel, farið var yfir mörg mál. Litli Kompás er vinnuheitið á Compasito-útgáfa senm kemur út eftir áramót. Kynning á “Ekki meir” verkefninu, komin ný útgáfa af Verndum þau bókinni, “Ekki hata” er verkefni sem beint er geg hatursumræða á netmiðlum – Saft og fleiri með í því. Umræður um verkefnin framundan og styrkjamál. Rannís sér nú um öll styrkjamál Æskulýðsráðs.

Fræðsluáætlun – búið er að vinna drög af fræðslunefnd. Fjögur stutt Kompásnámskeið, tvö önnur námskeið í samstarfi við HÍ (leiklist með börnum í frístundastarfi og viðburða- og verkefnastjórnun). Einnig er verið að skoða námskeið um reynslunám í samstarfi við Áskorun. Umræður. Bjarki og Ari komu með hugmynd um að færa kenningar í tómstundafræði nær vettvangi og ætla að sýna stjórn demóveggspjald á næsta fundi.

Samstarf við Stéttarfélag tómstunda- og félagsmálafræðinga – spurning um að stjórnir hittist og fari yfir málin og skoði mögulega samstarfsfleti. Ákveðið að skipa nefnd sem fer í samstarf við stéttarfélagið, skilgreinir einnig markmið félagsins og kynnir þá sína niðurstöðu á næsta aðalfundi. Við skilgreinum okkur aðallega sem umræðuvettvang og stuðning við fagvettvanginn eða hvað?  Guðmundur Ari  tekur að sér að finna fólk með sér í þessa nefnd.

Kynningarbæklingur – hvað er að frétta af prentun hans? Helgi klárar málið og bæklingurinn verður klár fyrir næsta fund.

Grein á heimasíðu – Hulda henti inn grein á heimasíðuna en var ekki búin að tengja á facebook, Guðrún tengir greinina á fb. Um að gera að tengja efni og greinar á milli síðu FFF og Frítímans og á fb síðum. Styrkja og styðja hvort annað.

Fulltrúi N8 – Guðrún talaði við Steinunni Grétarsdóttir og hún hefur fullan hug á að vera fulltrúi fagfélagsins í þessum stýrihópi. Guðrún sendir henni línu.

Tómstundahandbókin – Eygló er starfsmaður HÍ í þessu verkefni. Hulda fyrir hönd FFF. Stöðufundur fyrirhugaður til að koma málinu aftur af stað.

 Fundi slitið kl. 13.10 og Guðrún ritaði fundargerð.