Fundur stjórnar 27. desember 2007

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Fundur í stjórn Félagsfagfólks í frítímaþjónustu haldinn að Víghólastíg 17 fimmtudaginn 27. desember kl 17:00. Mættir: Margrét Sigurðardóttir, formaður, Eygló Rúnarsdóttir,Andri Ómarsson, Héðinn Sveinbjörnsson, Heiðrún Janusardóttir, Nilsína Einarsdóttir, Steingerður Kristjánsdóttir. Dagskrá fundarins : 1.      Kynning í Kennó. Magga og Eygló sögðu frá kynningu á félaginu fyrir nemendur í tómstundafræðum í KHÍ. Umræða um inntöku í félagið. Oft hafa inntökureglurnar í félagið verið gagnrýndar. Stjórnin ákvað að boða til félagsfundar um lagabreytingar með aðaláherslu á inntökureglur í félagið. Stefnan tekin á febrúar. 2.      Hádegisverðarfundur 17. janúar. Andri kynnir verkefnið sitt. Ath með að fá fyrirlesara  á hádegisverðafundinn  21. feb. Eygló tekur að sé að athuga það. 3.      Verndum þau. Nýr samningur við Menntamálaráðuneytið um 25 námskeið. Ákveðið að hitta þær Ólöfu og Þorbjörgu sem fyrst. Magga tekur að sér að senda út bréf til allra sveitafélaga…
Read More

VINAHÓPAR

Fréttir, Uncategorized
Á síðasta hádegisverðarfundi FFF fjallaði Heiðrún Janusardóttir, verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála hjá Akranesbæ og ritari FFF, um svokallaða vinahópa: hópastarf sem miðar að því að veita stuðning og félagslega þjálfun þeim krökkum sem á einhvern hátt standa höllum fæti félagslega. Rúmlega 20 félagsmenn sóttu fundinn, hlýddu á erindi Heiðrúnar og gæddu sér á gómsætum mat. Hún hefur nú sent okkur glærurnar svo félagsmenn sem ekki áttu heimangengt þennan dag geti fræðst um mikilvægt málefni. Vinahópar - félagsfærnihópar: Ekki vantar vini þá vel gengur Næsti hádegisverðafundur verður 13. desember á Kaffi Sólon kl. 12.00
Read More

TÓMSTUNDIR OG FRÍTÍMINN

Fréttir, Uncategorized
Málstofa 29. nóvember í Bratta, Kennaraháskóla Íslands Málstofuna halda nemendur og kennarar í námskeiðinu tómstundafræði, sem er hluti af nýju meistaranámi í tómstunda- og félagsmálafræðum við KHÍ. Allir eru velkomnir, ekkert kostar en hægt er að kaupa kaffi, mat og meðlæti í mötuneyti skólans. 08.45    Skráning og afhending gagna 09.00    Setning Árni Guðmundsson aðjúnkt KHÍ 09.15    Elskað barn hefur mörg nöfn! Trausti Jónsson Hvaða menntunarheiti eigum við að bera? Farið í skilgreiningar og hugtakanotkun innan frítímans eða er rétt að segja frjálsa tímans eða... 09.45    Kaffi 10.15    Réttur barna til að segja sína skoðun: lýðræðisleg gildi og vellíðan barna Elísabet Pétursdóttir Rétturinn til þess að mynda skoðun og fá tækifæri til þess að tjá hana telst til almennra réttinda í lýðræðislegu samfélagi og eru börn þar engin undantekning. Þau eru minnihlutahópur sem er háður velvild…
Read More

HELSTU NIÐURSTÖÐUR MÁLÞINGSINS

Fréttir, Uncategorized
Eygló Rúnarsdóttir, varaformaður FFF hefur tekið saman helstu niðurstöður málþingsins sem félagið hélt 27. október síðastliðinn. Þær hafa nú bæst við frétt um vel heppnað málþing, þar sem er einnig hægt að nálgast glærur fyrirlesaranna.
Read More

VERNDUM ÞAU

Fréttir, Uncategorized
Í síðustu viku sóttu 80 starfsmenn Gufunesbæjar í Reykjavík tvö námskeið Verndum þau á vegum FFF. Námskeiðin eru haldin af fagfélaginu í samstarfi við höfunda bókarinnar Verndum þau, Ólöfu Ástu Farestveit og Þorbjörgu Sveinsdóttur, með stuðningi frá Menntamálaráðuneytinu og eru ætluð öllum þeim sem vinna með börnum og unglingum. Ráðuneytið, FFF og höfundar bókarinnar gerðu með sér samning haustið 2006 um að standa fyrir 24 námskeiðum veturinn 2006-2007. Námskeiðin tvö í síðustu viku eru þau síðustu í þessari lotu og hafa nú rúmlega 700 manns sótt námskeiðin víða um land. Fagfélagið, Menntamálaráðuneytið og höfundar hafa lýst yfir vilja til frekara samstarfs og munu skoða nýjan samning á allra næstu dögum. Stjórn fagfélagsins lýsir yfir ánægju með þá ákvörðun. Samstarfið við Ólöfu Ástu og Þorbjörgu hefur verið einkar gefandi og gott…
Read More

UNGT FÓLK 2007 GRUNNSKÓLANEMAR

Fréttir, Uncategorized
Menntamálaráðuneyti boðar til kynningarfundar, miðvikudaginn 14. nóvember 2007, þar sem starfsfólk Rannsóknar & greiningar, dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir, deildarforseti Kennslufræða- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík, Álfgeir Logi Kristjánsson, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar & greiningar, munu kynna helstu niðurstöður rannsóknarinnar „Ungt fólk 2007 grunnskólanemar“ er viðkemur líðan, menntun, menningu, tómstundum, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra barna. Rannsóknin var lögð fyrir nemendur í 5., 6. og 7. bekk í öllum grunnskólum landsins í lok febrúar 2007. Kynningarfundurinn verður haldinn miðvikudaginn 14. nóvember 2007 í félagsheimili KFUM og KFUK við Holtaveg 28, Reykjavík og hefst hann kl. 13:15. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki eigi síðar en kl. 16:00. Fundarmenn fá tækifæri til að bera fram spurningar um niðurstöður…
Read More

Fundur stjórnar 7. nóvember 2007

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Fundur í stjórn Félags fagfólks í frítímaþjónustu haldinn að Bæjarhálsi 1 miðvikudaginn 07. nóvember kl. 09:00. Mættir: Margrét Sigurðardóttir, formaður, Eygló Rúnarsdóttir, Andri Ómarsson, Héðinn Sveinbjörnsson og Heiðrún Janusardóttir.     Dagskrá fundarins : 1.      Verndum þau námskeið- tímaplan og skipulag. Farið yfir praktísk atriði varðandi hlutverk fagfélagsins á námskeiðunum. Magga gerir gátlista yfir fyrir okkur hin vegna námskeiðanna. Rætt um að fá Fjölsmiðjuna til að útbúa möppurnar með öllum gögnum. Mikilvægt að hafa upplýsingar á hreinu fyrir okkur hvert á að beina fólki ef eitthvað kemur upp á námskeiðunum. Útlagður kostnaður verður greiddur þeim félagsmönnum sem sjá um námskeiðin hverju sinni. Viðurkenningarskjöl. Nafnalista vantar frá Vopnafirði en þeir greiða ekki fyrr en viðurkenningaskjölin eru komin í hús. Stefnan að þann 15.11 sé allt komið á hreint varðandi fjölda og þátttökuaðila á…
Read More

FÉLAGSMIÐSTÖÐVADAGURINN

Fréttir, Uncategorized
Í dag, miðvikudaginn 7. nóvember, standa félagsmiðstöðvar ÍTR fyrir félagsmiðstöðvadeginum í Reykjavík. Dagurinn er samstarfsverkefni þeirra 20 félagsmiðstöðva sem starfa í Reykjavík og verða allar félagsmiðstöðvarnar opnar fyrir gesti og gangandi frá kl. 18 til kl. 21 þennan dag. Í tilefni félagsmiðstöðvadagsins var félagsmiðstöðvablaðinu UNG dreift með Fréttablaðinu þriðjudaginn 6.nóvember. Félagsmiðstöðvadagurinn er nú haldinn þriðja árið í röð og hefur fest sig í sessi í starfi félagsmiðstöðvanna á haustin. Markmið félagsmiðstöðvadagsins er að hvetja áhugasama til að heimsækja félagsmiðstöðina í sínu hverfi og kynnast því sem þar fer fram. Hverfisbúum gefst því kærkomið tækifæri til að kynnast af eigin raun unglingunum í hverfinu og þeim viðfangsefnum sem þeir fást við með stuðningi frístundaráðgjafa í félagsmiðstöðinni. Undirbúningur í hverri félagsmiðstöð hefur hvílt á unglingaráðum og unglingunum sjálfum ásamt frístundaráðgjöfum. Megináherslan er…
Read More

VEL HEPPNAÐ MÁLÞING

Fréttir, Uncategorized
Málþing FFF, Hver vinnur með börnunum okkar í frítímanum?, fór fram á Grand Hótel laugardaginn 27. október síðastliðinn. Málþinginu, sem var öllum opið, var ætlað að varpa ljósi á gildi og viðmið mismunandi faghópa sem starfa á vettvangi frítímans, sem og hvað kröfur félagasamtök, opinberir aðilar og aðrir sem bjóða upp á starf fyrir börn og unglinga í frítímanum gera til starfsmanna sinna eða leiðbeinenda. Stjórn FFF hafði leitað til Bandalags íslenskra skáta, Félags íþrótta, æskulýðs og tómstundafulltrúa, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, KFUM og KFUK og Ungmennafélags Íslands sem sendu fulltrúa sína á málþingið og kynntu hvernig þessum málum er háttað hjá sínu félagi/samtökum. Hér fyrir neða birtum við glærur fyrirlesarana með góðfúslegu leyfi þeirra: Setning málþings - Margrét Sigurðardóttir, formaður FFF Ragnar Snær Karlsson, fræðslufulltrúi KFUM og KFUK Torfi Jóhannsson, svæðisfulltrúi Ungmennafélags Íslands Andri Stefánsson, sviðsstjóri afrekssviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands…
Read More

ER ÉG HVERFIÐ MITT?

Fréttir, Uncategorized
Annar hádegisverðarfundur vetrarins var haldinn á Kaffi Sólon fimmtudaginn 18. október. Þar kynnti Gísli Árni Eggertsson, MA í lýðheilsufræðum og skrifstofustjóri hjá ÍTR, lokaverkefni sitt, "Er ég hverfið mitt?" Þar fjallar Gísli Árni um áhættuþætti hvað varðar félagslega einangrun unglinga og ber saman niðurstöður könnunar meðal unglinga í tveimur hverfum í Reykjavík. Fundurinn var vel sóttur og var almenn ánægja með erindi Gísla Árna. Næsti hádegisverðarfundur félagsins verður 15. nóvember á Kaffi Sólon kl. 12:00. Þá mun Heiðrún Janusardóttir fjalla um félagsfærnihópa í félagsmiðstöðvum.
Read More