VINAHÓPAR

Á síðasta hádegisverðarfundi FFF fjallaði Heiðrún Janusardóttir, verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála hjá Akranesbæ og ritari FFF, um svokallaða vinahópa: hópastarf sem miðar að því að veita stuðning og félagslega þjálfun þeim krökkum sem á einhvern hátt standa höllum fæti félagslega.

Rúmlega 20 félagsmenn sóttu fundinn, hlýddu á erindi Heiðrúnar og gæddu sér á gómsætum mat. Hún hefur nú sent okkur glærurnar svo félagsmenn sem ekki áttu heimangengt þennan dag geti fræðst um mikilvægt málefni.

Vinahópar – félagsfærnihópar: Ekki vantar vini þá vel gengur

Næsti hádegisverðafundur verður 13. desember á Kaffi Sólon kl. 12.00