Fundur stjórnar 7. nóvember 2007

Fundur í stjórn Félags fagfólks í frítímaþjónustu haldinn að Bæjarhálsi 1 miðvikudaginn 07. nóvember kl. 09:00.

Mættir: Margrét Sigurðardóttir, formaður, Eygló Rúnarsdóttir, Andri Ómarsson, Héðinn Sveinbjörnsson og Heiðrún Janusardóttir.

 


 

Dagskrá fundarins :

1.      Verndum þau námskeið- tímaplan og skipulag. Farið yfir praktísk atriði varðandi hlutverk fagfélagsins á námskeiðunum. Magga gerir gátlista yfir fyrir okkur hin vegna námskeiðanna. Rætt um að fá Fjölsmiðjuna til að útbúa möppurnar með öllum gögnum. Mikilvægt að hafa upplýsingar á hreinu fyrir okkur hvert á að beina fólki ef eitthvað kemur upp á námskeiðunum. Útlagður kostnaður verður greiddur þeim félagsmönnum sem sjá um námskeiðin hverju sinni. Viðurkenningarskjöl. Nafnalista vantar frá Vopnafirði en þeir greiða ekki fyrr en viðurkenningaskjölin eru komin í hús. Stefnan að þann 15.11 sé allt komið á hreint varðandi fjölda og þátttökuaðila á öllum 24 námskeiðunum. Námskeiðið þann 23.11 verður fyrsta námskeið á nýjum samningi.  Magga leggur til að ef framhald verður á samstarfi  við Menntamálaráðuneytið vegna námskeiðanna verður ákveðin upphæð að koma inn.

2.      Fjárhagsáætlun fyrir Verndum þau-undirbúningur. Lagt fram. Heiðrún, Magga og Héðin mæta á fundinn með Erlendi í Menntamálaráðuneytinu kl 15 þann 8.nóv.

3.      Málþing –FFF. Mat. Málþingið var í heildina gott. Þó skyggði á hversu fáir mættu. Rætt um setja  samantektina á heimasíðuna og póst á þá sem mættu og einnig að senda samantekt á fjölmiðla. Eygló tekur þetta að sér. Vantar uppgjör á málþinginu. Verður tilbúið á næsta fundi.

4.      Hádegisverðarfundur 15. nóv.  Heiðrún sér um hann. Andri sendir út póst á félagsmenn bæði núna og svo deginum áður.

5.      Önnur mál: Almennar umræður um félagið

6.      Nýir félagar: Sigurlaug  Vordís Eysteinsdóttir Sveitafélagið Skagafjörður. Þorgerður Þóra Hlynsdóttir Undirheimar Skagaströnd.  Hrefna Guðmundsdóttir Félagsmiðstöðin 105 verkefnastjóri. Guðrún Halla Jónsdóttir íþrótta og tómstundafulltrúi Rangárþing ytra og Ásahrepp. Nýir félagar eru boðnir velkonmir.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 10.40

Heiðrún ritari