VERNDUM ÞAU NÁMSKEIÐ Í BOÐI FYRIR FÉLAGSMENN

Á námskeiðinu er fjallað um ofbeldi gagnvart börnum og er markmiðið að efla vitund þeirra sem starfa með börnum og unglingum um ofbeldi gegn börnum, og hvernig skuli bregðast við grunsemdum um vanrækslu eða ofbeldi. Félag fagfólks í frítímaþjónustu hefur staðið fyrir námskeiðunum Verndum þau fyrir félagasamtök og sveitarfélög sl. ár í samstarfið við Menntamálaráðuneytið og höfunda bókarinnar Verndum þau, Ólöfu Ástu Farestveit og Þorbjörgu Sveinsdóttur hjá Barnahúsi. Skráning fer fram á netfanginu [email protected]. Skráningu lýkur þriðjudaginn 10. mars.