ATHYGLIVERT ERINDI FRÁ ÁRNA GUÐMUNDSSYNI
Íslenskuennsla fyrir útlendinga Erindi frá Framvegis – mistöð símenntunar Sem kunnugt er þá veitti ríkisstjórn Íslands 100 milljón krónum til íslenskukennslu fyrir útlendinga. Fyrirkomulag er með þeim hætti að fræðsluaðilar sækja um styrk til námskeiða til menntamálaráðuneytisins. Af samtölum mínum við ráðuneytismenn má ráða að ekki er gert ráð fyrir að námskeið verði að fullu styrkt. Hugtakið króna á móti krónu er sennilega það sem lýsir væntingum ráðuneytisins best. Framvegis- miðstöð um símenntun, mun þegar á vorönn, ef næg þátttaka fæst og ef af styrkveitingu verður, bjóða upp á námskeið sem sérstaklega verða sniðin að þörfum félagsmanna innan BSRB og innan opinbera geirans. Þegar er ákveðið að sníða eitt námskeið sérstaklega að starfstengdri íslensku í heilbrigðisgeiranum. Varðandi önnur námskeið þá er gert ráð fyrir að þau byggi fyrst og fremst…