SAMSTARF FÉLAGSINS OG MENNTAMÁLARÁÐANEYTISINS 

Kynningarfundur mun felast í því m.a. að skipuleggja námskeið þar sem höfundarnir munu kynna efni bókarinnar á fræðandi hátt. Efni þessarar bókar kemur okkur öllum við sem komum að uppeldi og velferð barna og ungmenna.

Menntamálaráðuneytið með menntamálaráðherra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í broddi fylkingar, mun hleypa þessu verkefni formlega af stokkunum með móttöku og blaðamannafundi í Félagsmiðstöðinni Selinu, Seltjarnarnesi, þriðjudaginn 12. september kl. 14.30-15.30

Allir félagsmenn velkomnir!