HUGMYNDIR UNGLINGA – FRÁ HÁDEGISVERÐARFUNDI 16. JANÚAR 2009

Fréttir, Uncategorized
Erindið var áhugavert en við vinnu verkefnisins tók Ragnheiður viðtöl við 8 unglinga á aldrinum 13-16 ára þar sem hún kannaði meðal annars þekkingu þeirra á starfseminni. Hugmyndin kviknaði í framhaldi af endurteknum spurningum unglinganna til starfsfólks um hvað það væri eiginlega að gera í vinnunni og hvort starfið þar væri launað. Að erindinu loknu svaraði Ragnheiður spurningum gesta og góðar umræður urðu í kjölfarið. Glærur frá kynningunni má nálgast hér.
Read More

NÆSTI HÁDEGISVERÐARFUNDUR – 16. JANÚAR

Fréttir, Uncategorized
Næsti hádegisverðarfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu verður föstudaginn 16. janúar á Horninu við Hafnarstræti í Reykjavík. Þar mun Ragnheiður E. Kjartansdóttir, tómstunda-og félagsmálafræðingur, fjalla um lokaverkefni sitt til B.A. prófs við tómstunda-og félagsmálafræði við KHÍ, „Eruð þið ekki bara alltaf að leika ykkur? : hugmyndir og þekking unglinga á starfsemi félagsmiðstöðva“. Að loknu erindi gefst tími til umræðna. Hádegisverðarfundurinn hefst kl. 12 og félagsmenn geta keypt súpu og brauð á 790-990. Við hvetjum félagsmenn til að koma saman á nýju ári og bjóða jafnvel með sér gestum.
Read More

NÆSTI UMSÓKNARFRESTUR Í ÆSKULÝÐSSJÓÐ ER 1. FEBRÚAR

Fréttir, Uncategorized
Næsti umsóknarfrestur í Æskulýðssjóð er 1. febrúar 2009. Hlutverk Æskulýðssjóðs er að styrkja eftirtalin verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka: · Sérstök verkefni sem unnin eru fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátttöku þeirra.  · Þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða.  · Nýjungar og þróunarverkefni.  · Samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Hvorki er heimilt að styrkja árvissa eða fasta viðburði í félagsstarfi, svo sem þing, mót eða þess háttar viðburði, né ferðir hópa.  Menntamálaráðherra úthlutar styrkjum úr Æskulýðssjóði að fengnum tillögum stjórnar Æskulýðssjóðs. Nánar á heimasíðu Menntamálaráðuneytisins.
Read More

KOMPÁS – NÁMSEFNI Í MANNRÉTTINDAFRÆÐSLU

Fréttir, Uncategorized
Á fyrsta hádegisverðarfundi vetrarins fjallaði Aldís Yngvadóttir, ritstjóri hjá Námsgagnastofnun, um Kompás sem er náms- og kennsluefni um mannréttindi. Í bókinni eru lýsingar á 49 viðfangsefnum sem byggjast öll á virkri þátttöku nemenda þar sem fjallað er um fjölbreytt málefni og mismunandi réttindi. Í bókinni er einnig að finna hugmyndir og ábendingar um hvað er hægt að gera til að stuðla að mannréttindum, ítarefni um mannréttindi og önnur hnattræn málefni. Kennsluaðferðir bókarinnar leggja áherslu á að auka þekkingu, efla færni og móta gildismat og viðhorf með aðferðum reynslunáms. Kennaramenntun er ekki skilyrði fyrir notkun efnisins og ekki er nauðsynlegt að vera "sérfræðingur" á sviði mannréttinda til þess að nota Kompás. Því er tilvalið fyrir félagsmenn að nýta sér efnið, sem er mjög aðgengilegt. Þýðing bókarinnar er á lokastigi og nú…
Read More

VINNUFUNDUR UM UNGMENNARÁÐ

Fréttir, Uncategorized
ÍTR, UNICEF og Akureyrarbær bjóða til vinnufundur um ungmennaráð miðvikudaginn 26. nóvember kl. 10:00-17:00 í Rósenborg, Skólastíg 2 á Akureyri. Ágúst Þór Árnason, aðalfyrirlesari dagsins frá Háskólanum á Akureyri, mun fjalla um bakgrunn og hugmyndafræði um ungmennalýðræði. Þá verður boðið upp á þrjár málstofur. Heiðrún Janusardóttir, U-ráð Akraness, mun fjalla um stofnun og stjórnsýslulega stöðu U-ráða. Andri Ómarsson, U-ráð ÍTR, mun fjalla um áhrif U-ráða - hvað telja unglingar sig læra af starfi í U-ráði. Og Eiríkur Björn Björgvinsson, U-ráð Fljótsdalshéraðs, mun fjalla um lýðræðisleg vinnubrögð. Þátttökugjald er 1000 kr. (hádegismatur innifalinn) Skráning fer fram á [email protected] fyrir 21. nóvember.
Read More

HÁDEGISVERÐARFUNDUR 7. NÓVEMBER

Fréttir, Uncategorized
Fyrsti hádegisverðarfundur vetrarins er í seinna fallinu í ár, föstudaginn 7. nóvember kl. 12:00 á Horninu, Hafnarstræti. Þar mum Aldís Yngvadóttir, ritstjóri hjá Námsgagnastofunun, kynna Kompás sem er veglegur fræðslubanki fyrir mannréttindafræðslu sem er kærkomið efni fyrir fagfólk á vettvangi frítímans. Sum ykkar kannast eflaust við enska útgáfu efnisins en Menntamálaráðuneytið fól Námsgagnastofunun að staðfæra og þýða efnið á íslensku. Hornið býður hádegisverðargestum súpu dagsins og brauð á 750-950 kr.
Read More

Svenskarna kommer

Fréttir, Uncategorized
Föstudaginn 3. október frá kl 10:00 – 14:00 fer fram málþing um æskulýðsmál. Staðsetning er stofa K 207 (KHÍ) í Stakkahlíðinni. Tilefnið er náms- og kynnisferð sænskra tómstundfræðinema hingað til lands. Aðgangur er ókeypis og öllum opin. Málþingið fer fram a sænsku /skandinavísku. Verði þess óskað þá er mögulegt að túlka efni fyrirlestrana á íslensku. Erindi Ungt fólk á Íslandi  2007 - Gerður Dýrfjörð og  Trausti Jónsson  meistaranemar í tómstunda- og félagsmálafræðum  við HÍ Om fritidspedagogisk utbildning på Island -   Árni Guðmundsson M.Ed aðjúnkt HÍ Fritidsledarutbilnigen i Sverige - Jeanette Forslund forstöðumaður Fritidsledarutbildningen í Gautaborg Filmprojektet i Göteborg - Jan Wadebro kennari við Fritidsledarutbilningen i Gautaborg Starfsemi ÍTR- Gísli Árni Eggertsson aðstoðarframkvæmdastjóri ÍTR
Read More

VIRÐING OG UMHYGGJA – Á VETTVANGI FRÍTÍMANS

Fréttir, Uncategorized
Fimmtudaginn 27.mars sl. hélt fagfélagið hádegisverðarfund undir yfirskriftinni Virðing og umhyggja - Á vettvangi frítímans. Á fundinum flutti dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor í uppeldis-menntunarfræðum við Háskóla Íslands, erindi sem hún byggði á nýútkominni bók sinni, Virðing og fagmennska - Ákall 21.aldarinnar. Í erindinu fjallaði hún um ígrundun fagfólks á starfi sínu og starfsumhverfi, sjálfsvirðingu fagstétta og uppeldis-og menntunarsýn. Fundargestir voru ánægðir með fundinn og Sigrún veitti góðfúslegt leyfi fyrir því að glærurnar hennar yrðu aðgengilegar félagsmönnum á netinu. Sigrún Aðalbjarnardóttir - Virðing og umhyggja - Hádegisverðarfyrirlestur FFF 27. mars 2008
Read More

VIRÐING OG FAGMENNSKA – Á VETTVANGI FRÍTÍMAÞJÓNUSTUNNAR

Fréttir, Uncategorized
Næsti hádegisverðarfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu verður fimmtudaginn 27. mars kl. 12 -13 í Litlu Brekku við Bankastræti - ATH BREYTT STAÐSETNING frá fyrri fundum! Þar mun dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor í uppeldis-og menntunarfræði við HÍ, flytja erindi með yfirskriftinni Virðing og fagmennska - Á vettvangi frítímaþjónustunnar. Erindið byggir Sigrún á áralöngum rannsóknum sínum meðal uppeldisstétta sem hún fjallar m.a. um í nýútkominni bók sinni, Virðing og umhyggja - Ákall 21.aldarinnar. Hádegisverðarfundurinn fer nú fram með breyttu sniði og á nýjum stað. Skráning fer fram á netfanginu [email protected] til 12.00 miðvikudaginn 26.mars. Á staðnum verður boðið upp á súpu og brauð og gjaldið er 1100.- Við hvetjum félagsmenn til að mæta og bjóða með sér áhugasömu samstarfsfólki.
Read More