VIRÐING OG FAGMENNSKA – Á VETTVANGI FRÍTÍMAÞJÓNUSTUNNAR

Næsti hádegisverðarfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu verður fimmtudaginn 27. mars kl. 12 -13 í Litlu Brekku við Bankastræti – ATH BREYTT STAÐSETNING frá fyrri fundum!

Þar mun dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor í uppeldis-og menntunarfræði við HÍ, flytja erindi með yfirskriftinni Virðing og fagmennska – Á vettvangi frítímaþjónustunnar. Erindið byggir Sigrún á áralöngum rannsóknum sínum meðal uppeldisstétta sem hún fjallar m.a. um í nýútkominni bók sinni, Virðing og umhyggja – Ákall 21.aldarinnar.

Hádegisverðarfundurinn fer nú fram með breyttu sniði og á nýjum stað. Skráning fer fram á netfanginu [email protected] til 12.00 miðvikudaginn 26.mars. Á staðnum verður boðið upp á súpu og brauð og gjaldið er 1100.-

Við hvetjum félagsmenn til að mæta og bjóða með sér áhugasömu samstarfsfólki.