NÆSTI HÁDEGISVERÐARFUNDUR – 16. JANÚAR

Næsti hádegisverðarfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu verður föstudaginn 16. janúar á Horninu við Hafnarstræti í Reykjavík. Þar mun Ragnheiður E. Kjartansdóttir, tómstunda-og félagsmálafræðingur, fjalla um lokaverkefni sitt til B.A. prófs við tómstunda-og félagsmálafræði við KHÍ, „Eruð þið ekki bara alltaf að leika ykkur? : hugmyndir og þekking unglinga á starfsemi félagsmiðstöðva“. Að loknu erindi gefst tími til umræðna. Hádegisverðarfundurinn hefst kl. 12 og félagsmenn geta keypt súpu og brauð á 790-990. Við hvetjum félagsmenn til að koma saman á nýju ári og bjóða jafnvel með sér gestum.