VINNUFUNDUR UM UNGMENNARÁÐ

ÍTR, UNICEF og Akureyrarbær bjóða til vinnufundur um ungmennaráð miðvikudaginn 26. nóvember kl. 10:00-17:00 í Rósenborg, Skólastíg 2 á Akureyri. Ágúst Þór Árnason, aðalfyrirlesari dagsins frá Háskólanum á Akureyri, mun fjalla um bakgrunn og hugmyndafræði um ungmennalýðræði. Þá verður boðið upp á þrjár málstofur. Heiðrún Janusardóttir, U-ráð Akraness, mun fjalla um stofnun og stjórnsýslulega stöðu U-ráða. Andri Ómarsson, U-ráð ÍTR, mun fjalla um áhrif U-ráða – hvað telja unglingar sig læra af starfi í U-ráði. Og Eiríkur Björn Björgvinsson, U-ráð Fljótsdalshéraðs, mun fjalla um lýðræðisleg vinnubrögð. Þátttökugjald er 1000 kr. (hádegismatur innifalinn) Skráning fer fram á bergsteinn@unicef.is fyrir 21. nóvember.