Fundur stjórnar 19. febrúar 2008

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Fundur hjá  stjórn Félags fagfólks í frítímaþjónustu haldinn í Bústöðum,  þriðjudaginn 19. febrúar kl 09.00. Mættir: Margrét Sigurðardóttir, formaður, Eygló Rúnarsdóttir,Andri Ómarsson, Heiðrún Janusardóttir, Héðinn Sveinbjörnsson. Dagskrá : 1. Félagsfundur fimmtudaginn 21.feb. á Sólon. Eygló og Magga sjá um inngang. Annars verður dagskráin 1. Lögin. Aðallega út frá inntökuskilyrðum. Hvenær hættir maður í félaginu 2. Hvert stefnir félagið Áætlað er að skipta upp fundargestum í tvo hópa og ræða síðan niðurstöður. 2. Verndum þau. Tvö námskeið búin af 25. Akranes, Árborg, Seltjarnarnes og Fjölsmiðjan vilja fá námskeið og reynt verður að afgreiða það fyrir páska.  Magga talar við Vöndu varðandi námskeið fyrir tómstundafræðinema. 3. Náum áttum. Hvað er að frétta af þeim vinnuhópi og hver er staðan. 4. Starfsáætlun. Farið yfir starfsáætlunina. Fjölmiðlanefnd. Eygló og Steingerður eru búnar að hittast…
Read More

HÁDEGISVERÐARFUNDUR Á KAFFI SÓLÓN 24. JANÚAR

Fréttir, Uncategorized
Næsti hádegisverðarfundur FFF verður FIMMTUDAGINN 24. janúar á efri hæð Kaffi Sólón í Bankastræti kl: 12:00. Andri Ómarsson, B.A. í tómstunda og félagsmálafræði frá KHÍ, mun fjalla um lokaverkefnið sitt í tómstundafræði sem fjallar um hvað unglingar telja sig læra af því að starfa í ungmennaráði. Sjáumst á Kaffi Sólón. Útdráttur úr ritgerðinni: Tilgangur með starfi ungmennaráða er að veita unglingum sem ekki hafa kosningarétt fræðslu og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum og skapa vettvang og leiðir til þess að þeir geti komið skoðunum sínum á framfæri. Til þess að komast að því hvað unglingar telja sig læra af því að starfa í ungmennaráði tók Andri viðtöl við sex unglinga þar sem þau lýsa með eigin orðum reynsluheimi sínum og því sem þau telja sig hafa lært af því að starfa í ungmennaráði. Niðurstöðurnar…
Read More

Fundur stjórnar 9. janúar 2008

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Fundur í stjórn Félags fagfólks í frítímaþjónustu haldinn í félagsmiðstöðinni Selinu, Seltjarnarnesi, miðvikudaginn 9. janúar kl. 9:00. Mættir: Margrét Sigurðardóttir, formaður, Eygló Rúnarsdóttir, Nilsína Einarsdóttir, Héðinn Sveinbjörnsson, Andri Ómarsson. Dagskrá fundarins: Fjallað um eftirtalin frumvörp til laga sem menntamálanefnd Alþingis sendi FFF til umsagnar: Grunnskólar, 285.mál, (heildarlög), www.althingi.is/altext/135/s/0319.html Framhaldsskólar, 286.mál, (heildarlög) www.althingi.is/altext/135/s/0320.html Leikskólar, 287. mál, (heildarlög), www.althingi.is/altext/135/s/0321.html Menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 288.mál (kröfur til kennaramenntunar ofl) www.althingi.is/altext/135/s/0322.html Eygló tekur það að sér að skrifa drög að umsögn um lög um grunnskóla. Starfsdagur stjórnar ákveðinn þriðjudaginn 15. janúar kl. 17:00 í nýrri aðstöðu félagsmiðstöðvarinnar á Akranesi. Næsti hádegisverðarfundur verður 17. janúar. Andri Ómarsson fjallar um B.A. verkefni sitt í tómstunda- og félagsmálfræði frá Kennaraháskóla Íslands sem fjallar um hvað unglingar telja sig læra af…
Read More

Fundur stjórnar 27. desember 2007

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Fundur í stjórn Félagsfagfólks í frítímaþjónustu haldinn að Víghólastíg 17 fimmtudaginn 27. desember kl 17:00. Mættir: Margrét Sigurðardóttir, formaður, Eygló Rúnarsdóttir,Andri Ómarsson, Héðinn Sveinbjörnsson, Heiðrún Janusardóttir, Nilsína Einarsdóttir, Steingerður Kristjánsdóttir. Dagskrá fundarins : 1.      Kynning í Kennó. Magga og Eygló sögðu frá kynningu á félaginu fyrir nemendur í tómstundafræðum í KHÍ. Umræða um inntöku í félagið. Oft hafa inntökureglurnar í félagið verið gagnrýndar. Stjórnin ákvað að boða til félagsfundar um lagabreytingar með aðaláherslu á inntökureglur í félagið. Stefnan tekin á febrúar. 2.      Hádegisverðarfundur 17. janúar. Andri kynnir verkefnið sitt. Ath með að fá fyrirlesara  á hádegisverðafundinn  21. feb. Eygló tekur að sé að athuga það. 3.      Verndum þau. Nýr samningur við Menntamálaráðuneytið um 25 námskeið. Ákveðið að hitta þær Ólöfu og Þorbjörgu sem fyrst. Magga tekur að sér að senda út bréf til allra sveitafélaga…
Read More

VINAHÓPAR

Fréttir, Uncategorized
Á síðasta hádegisverðarfundi FFF fjallaði Heiðrún Janusardóttir, verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála hjá Akranesbæ og ritari FFF, um svokallaða vinahópa: hópastarf sem miðar að því að veita stuðning og félagslega þjálfun þeim krökkum sem á einhvern hátt standa höllum fæti félagslega. Rúmlega 20 félagsmenn sóttu fundinn, hlýddu á erindi Heiðrúnar og gæddu sér á gómsætum mat. Hún hefur nú sent okkur glærurnar svo félagsmenn sem ekki áttu heimangengt þennan dag geti fræðst um mikilvægt málefni. Vinahópar - félagsfærnihópar: Ekki vantar vini þá vel gengur Næsti hádegisverðafundur verður 13. desember á Kaffi Sólon kl. 12.00
Read More

TÓMSTUNDIR OG FRÍTÍMINN

Fréttir, Uncategorized
Málstofa 29. nóvember í Bratta, Kennaraháskóla Íslands Málstofuna halda nemendur og kennarar í námskeiðinu tómstundafræði, sem er hluti af nýju meistaranámi í tómstunda- og félagsmálafræðum við KHÍ. Allir eru velkomnir, ekkert kostar en hægt er að kaupa kaffi, mat og meðlæti í mötuneyti skólans. 08.45    Skráning og afhending gagna 09.00    Setning Árni Guðmundsson aðjúnkt KHÍ 09.15    Elskað barn hefur mörg nöfn! Trausti Jónsson Hvaða menntunarheiti eigum við að bera? Farið í skilgreiningar og hugtakanotkun innan frítímans eða er rétt að segja frjálsa tímans eða... 09.45    Kaffi 10.15    Réttur barna til að segja sína skoðun: lýðræðisleg gildi og vellíðan barna Elísabet Pétursdóttir Rétturinn til þess að mynda skoðun og fá tækifæri til þess að tjá hana telst til almennra réttinda í lýðræðislegu samfélagi og eru börn þar engin undantekning. Þau eru minnihlutahópur sem er háður velvild…
Read More

HELSTU NIÐURSTÖÐUR MÁLÞINGSINS

Fréttir, Uncategorized
Eygló Rúnarsdóttir, varaformaður FFF hefur tekið saman helstu niðurstöður málþingsins sem félagið hélt 27. október síðastliðinn. Þær hafa nú bæst við frétt um vel heppnað málþing, þar sem er einnig hægt að nálgast glærur fyrirlesaranna.
Read More

VERNDUM ÞAU

Fréttir, Uncategorized
Í síðustu viku sóttu 80 starfsmenn Gufunesbæjar í Reykjavík tvö námskeið Verndum þau á vegum FFF. Námskeiðin eru haldin af fagfélaginu í samstarfi við höfunda bókarinnar Verndum þau, Ólöfu Ástu Farestveit og Þorbjörgu Sveinsdóttur, með stuðningi frá Menntamálaráðuneytinu og eru ætluð öllum þeim sem vinna með börnum og unglingum. Ráðuneytið, FFF og höfundar bókarinnar gerðu með sér samning haustið 2006 um að standa fyrir 24 námskeiðum veturinn 2006-2007. Námskeiðin tvö í síðustu viku eru þau síðustu í þessari lotu og hafa nú rúmlega 700 manns sótt námskeiðin víða um land. Fagfélagið, Menntamálaráðuneytið og höfundar hafa lýst yfir vilja til frekara samstarfs og munu skoða nýjan samning á allra næstu dögum. Stjórn fagfélagsins lýsir yfir ánægju með þá ákvörðun. Samstarfið við Ólöfu Ástu og Þorbjörgu hefur verið einkar gefandi og gott…
Read More

UNGT FÓLK 2007 GRUNNSKÓLANEMAR

Fréttir, Uncategorized
Menntamálaráðuneyti boðar til kynningarfundar, miðvikudaginn 14. nóvember 2007, þar sem starfsfólk Rannsóknar & greiningar, dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir, deildarforseti Kennslufræða- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík, Álfgeir Logi Kristjánsson, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar & greiningar, munu kynna helstu niðurstöður rannsóknarinnar „Ungt fólk 2007 grunnskólanemar“ er viðkemur líðan, menntun, menningu, tómstundum, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra barna. Rannsóknin var lögð fyrir nemendur í 5., 6. og 7. bekk í öllum grunnskólum landsins í lok febrúar 2007. Kynningarfundurinn verður haldinn miðvikudaginn 14. nóvember 2007 í félagsheimili KFUM og KFUK við Holtaveg 28, Reykjavík og hefst hann kl. 13:15. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki eigi síðar en kl. 16:00. Fundarmenn fá tækifæri til að bera fram spurningar um niðurstöður…
Read More

Fundur stjórnar 7. nóvember 2007

Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Fundur í stjórn Félags fagfólks í frítímaþjónustu haldinn að Bæjarhálsi 1 miðvikudaginn 07. nóvember kl. 09:00. Mættir: Margrét Sigurðardóttir, formaður, Eygló Rúnarsdóttir, Andri Ómarsson, Héðinn Sveinbjörnsson og Heiðrún Janusardóttir.     Dagskrá fundarins : 1.      Verndum þau námskeið- tímaplan og skipulag. Farið yfir praktísk atriði varðandi hlutverk fagfélagsins á námskeiðunum. Magga gerir gátlista yfir fyrir okkur hin vegna námskeiðanna. Rætt um að fá Fjölsmiðjuna til að útbúa möppurnar með öllum gögnum. Mikilvægt að hafa upplýsingar á hreinu fyrir okkur hvert á að beina fólki ef eitthvað kemur upp á námskeiðunum. Útlagður kostnaður verður greiddur þeim félagsmönnum sem sjá um námskeiðin hverju sinni. Viðurkenningarskjöl. Nafnalista vantar frá Vopnafirði en þeir greiða ekki fyrr en viðurkenningaskjölin eru komin í hús. Stefnan að þann 15.11 sé allt komið á hreint varðandi fjölda og þátttökuaðila á…
Read More