Fundur stjórnar 9. janúar 2008

Fundur í stjórn Félags fagfólks í frítímaþjónustu haldinn í félagsmiðstöðinni Selinu, Seltjarnarnesi, miðvikudaginn 9. janúar kl. 9:00.

Mættir: Margrét Sigurðardóttir, formaður, Eygló Rúnarsdóttir, Nilsína Einarsdóttir, Héðinn Sveinbjörnsson, Andri Ómarsson.

Dagskrá fundarins:

  1. Fjallað um eftirtalin frumvörp til laga sem menntamálanefnd Alþingis sendi FFF til umsagnar:

Grunnskólar, 285.mál, (heildarlög), www.althingi.is/altext/135/s/0319.html

Framhaldsskólar, 286.mál, (heildarlög) www.althingi.is/altext/135/s/0320.html

Leikskólar, 287. mál, (heildarlög), www.althingi.is/altext/135/s/0321.html

Menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 288.mál (kröfur til kennaramenntunar ofl) www.althingi.is/altext/135/s/0322.html

Eygló tekur það að sér að skrifa drög að umsögn um lög um grunnskóla.

  1. Starfsdagur stjórnar ákveðinn þriðjudaginn 15. janúar kl. 17:00 í nýrri aðstöðu félagsmiðstöðvarinnar á Akranesi.
  1. Næsti hádegisverðarfundur verður 17. janúar. Andri Ómarsson fjallar um B.A. verkefni sitt í tómstunda- og félagsmálfræði frá Kennaraháskóla Íslands sem fjallar um hvað unglingar telja sig læra af því að starfa í ungmennaráði.

Rætt um aðstöðuna og umgjörðina sem við höfum á hádegisverðarfundunum. Rætt um að hafa frekar súpu og brauð en að hver og einn panti sér mat og hafa fyrirlestrana að loknum málsverði.

  1. Næstu stjórnarfundir:

13. febrúar kl. 9:00 í Bústöðum

12. mars kl. 9:00

2. apríl kl. 9:00

7. maí kl. 9:00

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:51

Andri ritari