Fundur stjórnar í mars

Mættir eru: Ágúst, Gísli, Íris, Elísabet, Peta og Ása

Fundur settur kl. 18:25

  1. Næsta fræðsla. Á dagskrá er viðburðurinn „Sögur af vettvangi“ og er Íris búin að hafa samband við Hrefnu hjá Hinsegin félagsmiðstöðinni og Siggu sem er tómstundafræðingur starfandi hjá Stuðlum. Báðar eru jákvæðar og þurfum við bara að festa nákvæma tímasetningu og staðfesta við þær. Ágúst hafði líka samband við Bryngeir sem hefur áhuga á að koma inn með erindi. Fræðslan verður rafræn í þetta skiptið og ákveðið var að nýta þetta form áfram eftir covid til að ná til fleiri aðila og víðari hóps.
  2. Utanlandsferð. Rætt hefur verið að halda uppi samstarfi við Eistland sem opnar möguleikann á að fara út fyrir Evrópu og þá er verið að skoða Ástralíu.
  3. Stjórnarskipti. Næsti fundur er sá síðasti fyrir aðalfund og stjórn stefnir á að hittast á vinnufundi fyrir aðalfund til þess að undirbúa fund og það sem þarf að græja fyrir nýja stjórn.
  4. Fyrirmyndarverkefni. Gísli og Ágúst voru búnir að taka það að sér. Verkefnið er ekki komið af stað en Gísli hefur samband við FÍÆT og fulltrúa skólans og athugar hvort ekki sé áhugi á áframhaldi á þessu samstarfi.

Fundi slitið kl. 20:00.