Fundur stjórnar í febrúar

Fundur stjórnar 3. febrúar 2021    
Mættir: Peta, Gísli, Ágúst, Elísabet, Birna
Fundur settur kl. 10:30

  1. Félagsgjöld. Greiðslur koma inn hægt og rólega. 107 hafa greitt, 5 verið niðurfelldir og 111 ógreiddir.
  2. Umræðufundur í næstu viku. Samkvæmt dagskrá er á dagskrá umræðufundur um kjaramál tómstundafræðinga. Stjórn telur að mikill áhugi sé til staðar á umræðum um kjaramálin og ætla Ágúst og Birna að byrja með kveikju og stýra aðeins umræðum. Gísli tekur að sér að skrifa niður punkta.
  3. Beiðni um samstarf. Samtökin Professional open youth work in Europe (POYWE) hafa óskað eftir fundi með stjórn fagfélagsins og ætla Ágúst og Gísli að taka það að sér.
  4. Önnur mál.
    1. Stefnt er að því að hafa vinnufund stjórnar á næstunni til að undirbúa aðalfund og stjórnarskipti.

Fundi slitið kl. 11:25