Fundur stjórnar í apríl

Föstudagurinn 5. apríl
Mættir: Jóna Rán, Gísli Felix, Gissur Ari, Bjarki Már, Guðmundur Ari og Esther Ösp.
Fundur settur kl. 12:45

 1. Ferðin til Helsinki
  1. Á næstu dögum verður send út dagskrá með nákvæmari tímasetningum á heimsóknum, samverustundum og frítíma.
 2. Bootcamp og ný samstarfsverkefni
  1. Guðmundur Ari segir frá einu verkefni sem er í startholunum með sömu samstarfsaðilum og í Bootcamp verkefninu og snýr að því að búa til matstæki sem metur raunhæfni þátttakenda í einhverjum ákveðnum verkefnum.
  2. Ástralíudraumurinn lifir. Eistarnir voru að senda ósk um strategic partnership með fagfélaginu og áströlsku tengiliðunum sem snýr að siðareglum frístundastarfs og kortleggja hvernig þær eru notaðar í mismunandi löndum, búa til námskeið út frá þeim e.t.v. og nota þær til ígrundunar
  3. Bootcamp hópurinn ætlar að setja saman annað strategic partnership tengt LifeQuest sem mun þá byggja ofan á appið og fara með það lengra.
  4. Guðmundur Ari sagði frá ferð sinni til Svíþjóðar þar sem var verið að ræða eignarhald á afurðinni frá Bootcamp verkefninu, LifeQuest appinu. Planið er að búa til fyrirtæki í kringum appið og fagfélagið ætti þá fjórðungshlut í því með möguleika á kaupum á fjórðungshlut til viðbótar. Eins og stefnan er verður appið tlibúið til notkunar í ágúst og fyrirtæki tilbúið utan um það.
 3. Aðalfundur
  1. Bjarki, Gísli og Gissur sitja áfram í stjórn. Jóna býður sig ekki fram fyrir næsta starfsár.
  2. Rætt um hvort taka ætti upp greiðslur til formanns/stjórnarmanna þegar stærri verkefni koma til. Þessi punktur verður settur í skýrslu stjórnar fyrir næstu stjórn.
  3. Staðsetning aðalfundar. Bjarki og Gissur fara í það mál og heyra í mögulegum stöðum og bóka.

Fundi slitið kl. 13:40