Fundur stjórnar í mars

Föstudagurinn 8. mars
Mættir: Jóna Rán, Gísli Felix, Gissur Ari, Bjarki og Esther
Fundur settur kl. 12:30

  1. Hótel og dagskrá í Helskinki
    1. Breytingar á hótelmálum. Tilboðið frá hótelinu sem var verið að skoða gekk ekki upp svo við munum fara á Hotelli Finn.
    2. Árni Guðmundsson er að vinna í skemmtilegri móttöku fyrir hópinn þegar komið er á svæðið.
    3. Dagskráin er að verða vel pökkuð af spennandi heimsóknum en eftir stendur félagsmiðstöðin Happi sem ætlunin er að skoða. FÍÆT er að fara á baðstað þar sem hægt að fara í laugar og sauna utan við Helsinki með tengingu við þeirra starf og erum við að skoða að fara með það líka.
    4. Kynningarfundur fyrir ferðina verður haldinn fyrir ferðina föstudaginn 15. mars í Skelinni kl. 10:00. Farið verður yfir helstu atriði fyrir ferðina, dagskrá, praktísk mál og fleira.
  2. Hádegisfræðsla 26. mars
    1. Arnar Hólm ætlar að vera með fræðslu um rafíþróttaklúbbinn í Garðalundi og alla gróskuna sem eru í rafíþróttamálum í félagsmiðstöðvum.
    2. Seinasta fræðsla var í Stakkahlíð og gekk það vel, mæting góð og aðstaðan flott. Ákveðið að halda því og vera með fræðsluna í háskólanum.
  3. Aðalfundur
    1. Aðalfundurinn er 30. apríl, vikuna eftir ferðina til Helsinki. Fundarboð verður sent á næstu dögum.
    2. Í fyrra var fundurinn haldinn á Bryggjunni og var ánægja misjöfn með veitingarnar sem boðið var upp á. Jóna fer í að finna góðan stað fyrir aðalfund.
    3. Jóna hefur samband við Auði sem fékk viðurkenningu FFF fyrir fyrirmyndarverkefni og býður henni að kynna verkefnið sitt á aðalfundinu.
  4. Önnur mál
    1. Velferðarráðuneytið senti erindi á fagfélagið til að upplýsa okkur um að nefnd hafi verið stofnuð sem ætlað er að vinna að snemmtækri íhlutun í málefnum barna á Íslandi. Jóna sendir svar frá fagfélaginu til að þakka fyrir að horft sé til frítímaþjónustu og okkur sé haldið upplýstum um vinnu í þágu málefna barna.

Fundi slitið kl. 13:35